Sala Mílu og þjóðaröryggi

Starfsemi Mílu er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land. Öllum má ljóst vera að starfsemi Mílu skiptir miklu fyrir þjóðaröryggi og því má salan sem fyrirhuguð er, alls ekki fara fram án þess að sett séu skýr skilyrði um öryggismál í sölusamning sem halda. Óásættanlegt er að salan á bæði virkum og óvirkum fjarskiptakerfum landsins fari fram án þess að Alþingi geti fjallað um hana.

Lesa meira

Breytingar!

Breytingar!

Leiðarljósið á að vera öflug heilbrigðis- og velferðarþjónusta fyrir alla, jafnrétti til náms og heilbrigður vinnumarkaður sem stendur vörð um réttindi launamanna ásamt efnahagsstjórn sem gerir þetta mögulegt. Það verður ævinlega að taka almannahagsmuni fram fyrir sérhagsmuni og þjóðin á að fá fullt verð fyrir auðlindirnar. Við megum aldrei þola ranglæti og spillingu.

Lesa meira

Að lifa með reisn

Að lifa með reisn

Með mannsæmandi eftirlaunum og lífeyri, sveigjanlegri starfslokum og einfaldari útreikningum aukum við líkur á að fólk geti í raun varið rétt sinn og lifað með reisn ævina út. Kjósið Samfylkinguna 25. september – það borgar sig.

Lesa meira

Fjársveltar rannsóknir efnahagsbrota

Lesa meira

Áttu börn?

Áttu börn?

Það er ótvíræður hagur samfélagsins alls að vel sé hugsað um börn og að fjölskyldunni sé gefinn tími. Almennar barnabætur sem eru óskertar að meðallaunum er velferðarmál en einnig efnahagsmál og fjárfesting í hag barna til lengri tíma.

Lesa meira

,,Sami rassinn undir þeim öllum"

Sem fjármálaráðherra bar ég ábyrgð á samningu fjárlagafrumvarps ársins 2013. Bættur hagur barna var yfirskrift þess frumvarps. Barnabætur hækkuðu þá alls um 30%, fleiri fengu barnabætur og upphæðir hækkuðu. Áætlun var gerð um fríar tannlækningar barna og fyrstu skrefin tekin í þá átt og áætlun staðfest um 12 mánaða fæðingarorlof. Fjármagn til framhaldsskólanna var aukið og uppbygging hafin á heilbrigðisþjónustunni eftir mikinn niðurskurð.

Lesa meira

Heilbrigt kerfi?

Heilbrigt kerfi?

Sumir flokkar segja að lausnin sé einkarekstur. Það megi setja aukna fjármuni til heilbrigðiskerfisins úr ríkissjóði ef þeir fara í einkarekstur. Einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg. Aldrei má minnsti vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisþjónustu vegi þyngra.

Lesa meira

Af hverju er ekki sátt um sjávarútveginn?

Af hverju er ekki sátt um sjávarútveginn?

Næsta ríkisstjórn verður að standa í lappirnar og taka á þessum göllum. Allt umhverfið er stórum útgerðum í hag og þeim sem stunda bæði veiðar og vinnslu á kostnað annarra. Og Fiskistofa er fjársvelt. Við í Samfylkingunni ætlum að endurskoða lögin um stjórn fiskveiða og lögin um eftirlit og heimildir Fiskistofu, vinna gegn samþjöppun, stuðla að nýliðun í greininni og hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni.

Lesa meira

Um pólitískar ákvarðanir

Um pólitískar ákvarðanir

Eldra fólk er fast inni á Landspítalanum vegna þess að ekki er pláss á hjúkrunarheimilum fyrir þau. Í stað þess að verja ævikvöldinu á öldrunarstofnun eyða um tvö hundruð manns síðustu mánuðunum ævinnar á lyflækningadeildum Landspítalans, þó að meðferð við veikindum sé löngu lokið. Hvernig gat það gerst að rík þjóð sýni eldra fólki slíkt virðingarleysi?  Ástandið er tilkomið vegna pólitískra ákvarðana um byggingu og rekstur hjúkrunarheimila, um aðstoð á heimilum eldra fólks og valkosti í búsetuúrræðum.

Lesa meira

Brýnar aðgerðir blasa við

Brýnar aðgerðir blasa við

Verður notast áfram við gömlu leiðirnar sem hafa nú þegar brugðist bæði almenningi og jörðinni eða velur fólk nýrri og betri leiðir? Við þurfum að byggja upp eftir heimsfaraldur og takast um leið á við loftlagsvá af mannavöldum, breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar og sjálfvirknivæðingu sem hefur áhrif á störf og starfsskilyrði. Með jafnaðarstefnunni náum við þeirri efnahagslegu og samfélagslegu endurnýjun sem við þurfum svo sárlega á að halda.

Lesa meira