Skattaskjól engin fyrirstaða

Á næstu vikum þurfa stjórnvöld að taka ákvarðanir sem varða heilsu fólks en einnig um afkomu fyrirtækja í vanda, afkomu þeirra sem misst hafa vinnuna og menntun barna og ungmenna í landinu. Ákvarðanir sem hafa félagsleg áhrif á stóra hópa en einnig efnahagleg áhrif. Treystir fólk þessari ríkisstjórn til að vinna að almannahag? Það geri ég ekki.

Lesa meira

Hækkum atvinnuleysisbætur!

Hækkum atvinnuleysisbætur!

Eigum við að láta þau sem voru svo óheppin að missa vinnuna vegna faraldursins taka allt tjónið á sig? Eiga fjölskyldur þeirra að líða fyrir faraldurinn? Nei auðvitað ekki. Við eigum að dreifa byrðunum.  Þannig samfélagi viljum við búa í.

Lesa meira

Atvinnuleysi og afkoma heimila

Atvinnuleysi og afkoma heimila

Ég mun leggja fram frumvarp í næstu viku um hærri atvinnuleysisbætur og framlengingu á launatengdatímabilinu ef ríkisstjórnin gerir það ekki þegar að þing kemur saman 27. ágúst. Fráleitum málflutningi hægrimanna um að ef bæturnar hækki vilji fleiri draga fram lífið á atvinnuleysisbótum, vísa ég til föðurhúsanna. Eða dettur einhverjum í hug að um 22.000 manns sem nú eru atvinnulaus hér á landi hafi valið sér það hlutskipti? Þvílík fásinna!

Lesa meira

Ræða á Alþingi um aðgerðir vegna kórónuveiru

Ræða á Alþingi um aðgerðir vegna kórónuveiru

Hægrimenn segja að ef atvinnuleysisbætur hækki muni atvinnulausum fjölga. Þegar störfum fækkar í þúsundatali í heimsfaraldri og stór atvinnugrein á í miklum vanda án þess að ný atvinnutækifæri komi á móti eru slíkar fullyrðingar augljóslega rangar . Það verða engin ný störf til með því að skapa neyð á heimilum þeirra sem missa vinnu. Fátækt og neyð á heimilum er hins vegar samfélaginu dýr í öllum skilningi.

Lesa meira