Um Oddnýju

Fædd í Reykjavík 9. apríl 1957. Foreldrar: Hörður Sumarliðason (fæddur 4. febrúar 1930, dáinn 13. janúar 2012) járnsmiður og Agnes Ásta Guðmundsdóttir (fædd 26. október 1933, dáin 30. nóvember 1982) verslunarmaður. Maki: Eiríkur Hermannsson (fæddur 1. janúar 1951) fyrrverandi fræðslustjóri Reykjanesbæjar. Foreldrar: Hermann Eiríksson og Ingigerður Sigmundsdóttir. Dætur: Ásta Björk (1984), Inga Lilja (1986).

Stúdentspróf frá aðfaranámi KHÍ 1977. B.Ed.-próf frá KHÍ 1980. Stærðfræðinám til kennsluréttinda á framhaldsskólastigi HÍ 1991. MA-próf í uppeldis- og menntunarfræði HÍ 2001.

Grunnskólakennari 1980–1985. Kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1985–1993, deildarstjóri stærðfræðideildar 1988–1990, sviðsstjóri stærðfræði- og raungreinasviðs 1990–1993. Kennari við Menntaskólann á Akureyri 1993–1994. Aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1994–2003. Vann við skipulag og stjórnun vettvangsnáms á vegum Endurmenntunar HÍ fyrir starfandi stjórnendur í framhaldsskólum 2001–2002. Verkefnisstjóri í menntamálaráðuneytinu 2003–2004. Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja 2005. Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs 2006–2009. Fjármálaráðherra 31. desember 2011 til 1. september 2012. Fór jafnframt með iðnaðarráðuneytið 24. febrúar til 6. júlí 2012. Fjármála- og efnahagsráðherra 1. september til 1. október 2012.

Í stjórn Sambands iðnmenntaskóla 1994–1999. Í stjórn samstarfsnefndar atvinnulífs og skóla 1995–1998. Í stuðningshópi á vegum norrænu ráðherranefndarinnar um fullorðinsfræðslu á Norðurlöndum 1997–1999. Formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum 2002–2003. Í stjórn Kennarasambands Íslands 2002–2003. Oddviti lista Nýrra tíma í Sveitarfélaginu Garði 2006. Formaður skólanefndar Garðs 2006–2010. Í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2006–2009, formaður 2007–2008. Í stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 2006–2009, formaður 2007–2008. Í stjórn Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum 2006–2009. Í stjórn Brunavarna Suðurnesja 2008–2009. Í stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna 2007–2009. Í skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar 2007–2009. Í skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja 2008–2009. Í Þingvallanefnd 2013–2017 og 2018. Formaður Samfylkingarinnar 2016. Í samráðsnefnd um veiðigjöld 2017–2018.

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2009 (Samfylkingin).

Fjármálaráðherra 2011–2012, iðnaðarráðherra 2012, fjármála- og efnahagsráðherra 2012.

Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2011–2012, 2012–2013, 2016 og síðan 2017.

Fjárlaganefnd 2009–2011 (formaður 2010–2011) og 2013–2018, menntamálanefnd 2009–2011 (formaður 2009–2010), samgöngunefnd 2009–2010, þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009–2010, allsherjar- og menntamálanefnd 2011–2012, þingskapanefnd 2011–2012, velferðarnefnd 2013, kjörbréfanefnd 2016–2017, efnahags- og viðskiptanefnd 2017–.

Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 2011–2012, Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2013–2016, Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2017–.