Ljótur leikur

Fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024 síðastliðinn laugardag. Það er athyglisvert að lesa áætlunina í ljósi stöðunnar á vinnumarkaði og þá sérstaklega með kjör stóru kvennastéttanna hjá ríkinu í huga. Skattabreytingarnar í áætluninni eru þær sömu sem áður voru boðaðar með tæpum 7 þúsund krónum á mánuði til allra, líka þeirra sem eru með milljónir á mánuði. Hefur einhver beðið stjórnvöld um þessa rausn við ríkasta helming landsmanna? Þarna er illa farið með almannafé.

Lesa meira

Sáttmáli okkar við börnin

Eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar er að gera tímasetta og fjármagnaða aðgerðaáætlun til næstu fjögurra ára til að styrkja stöðu barna og ungmenna hér á landi. Þessar aðgerðir byggjast á rétti barna eins og hann er skilgreindur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.  Við viljum bæta líf og líðan allra barna en við gefum líka viðkvæmum hópum sérstakan gaum. Tillögurnar eru mjög yfirgripsmiklar og settar fram í sjö köflum og 49 liðum. Þetta eru aðgerðir til að bæta afkomu barnafjölskyldna,  styðja við uppeldi og efla forvarnir. Þær eru í þágu...

Lesa meira