Bankasölumálinu er ekki lokið

Bankasölumálinu er ekki lokið

Það var haustið 2012 sem ég sem fjármálaráðherra mælti fyrir lögunum um sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum. Ég lagði á það áherslu við stjórnarþingmenn í þáverandi efnahags- og viðskiptanefnd að lögin yrðu afgreidd úr nefndinni til samþykktar í þingsal. Og það gekk eftir. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Framsókn sat hjá.

Lesa meira

Peningana eða lífið

Í núverandi ástandi er þar með farið á svig við markmið laga um sjúkratryggingar og lög um heilbrigðisþjónustu í landinu auk þess sem greiðsluþátttökukerfið virkar ekki. Í þeim komugjöldum sem sjúklingar þurfa að greiða og koma til viðbótar greiðslna sem reiknast inn í greiðsluþátttökukerfið, er ekki tekið tillit til ólíkrar stöðu þeirra, s.s. barna, öryrkja eða aldraðra.

Lesa meira

Borgað fyrir heilsu

Greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu er samkvæmt lögum ætlað að tryggja að einstaklingar greiði ekki meira en ákveðna hámarksupphæð fyrir þjónustuna og að börn, aldraðir og öryrkjar greiði lægri upphæð en aðrir. Hvorki markmið greiðsluþátttökukerfisins né markmið laganna um að tryggja einstaklingum aðstoð óháð efnahag hafa náðst undanfarin ár þar sem samningar við sérfræðilækna hafa verið lausir í fjögur ár.

Lesa meira