Lausnir jafnaðarmanna

Það er nauðsynlegt að koma fyrirtækjum í vanda til aðstoðar. Það er ríkisstjórnin líka tilbúin til að gera. En hún vill ekki samþykkja tillögu okkar í Samfylkingunni um að hækka atvinnuleysisbætur sem eru langt undir lágmarkslaunum. Vill ekki koma fólki sem misst hefur vinnuna til aðstoðar þegar aðstæður á vinnumarkaði hafa aldrei verið verri.

Lesa meira

COVID og Suðurnesin

Stjórnvöld verða að koma með ákveðnum og kröftugum hætti svæðinu til aðstoðar og styðja fólk og fyrirtæki á meðan að stormurinn fer yfir. Við þurfum öflugri Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fjölbreyttari menntunartækifæri og árangursrík virkniúrræði fyrir atvinnulausa. Ríki og sveitarfélög verða að skapa fleiri störf í boði fyrir atvinnuleitendur. Þetta þurfum við m.a. til viðbótar almennum aðgerðum stjórnvalda.

Lesa meira