Hættuleg þróun

Hættuleg þróun

Samþjöppun leiðir af sér fábreytt útgerðarform, aukna kerfislæga áhættu og getur leitt til einokunar. Stór útgerðarfyrirtæki hér á landi eru í raun rekin sameiginlega og hafa samráð um veiðar, vinnslu og sölu afurða. Það er nauðsynlegt að vinna gegn slíkri samþjöppun og því að stóru fyrirtækin verði svo stór að völd þeirra og áhrif í þjóðfélaginu verði óeðlileg og vinni gegn almannahag.

Lesa meira

Endurreisum Þjóðhagsstofnun

Hvernig má það vera að þjóð sem hefur farið í gegnum alvarlega efnahagskreppu eftir hrun bankanna haustið 2008, skuli ekki hafa endurreist Þjóðhagsstofnun. Láti þess í stað hagsmunaaðilum eftir að greina og meta ákvarðanir stjórnvalda.

Lesa meira

Þingflokksfréttir

Þingflokksfréttir

Í september kynntum við Ábyrgu leiðina – úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Ábyrga leiðin er leið jafnaðarmanna með  markvissum aðgerðum til að fjölga störfum, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera, létta undir með atvinnulausu fólki og fjölskyldum þeirra, stíga fastar til jarðar í loftslagsmálum og beita ríkisvaldinu af krafti til að fjárfesta í grænni uppbyggingu til að renna fjölbreyttari stoðum undir útflutning og verðmætasköpun.

Lesa meira

,,Víktu að mér vori"

Árið 2020 gæti lifað í minningunni sem ár erfiðleika, kreppu og sorgar en þess gæti einnig verið minnst sem árs samstöðu og samhjálpar ef við berum gæfu til þess að taka réttar ákvarðanir og byggja upp samfélag sem stendur með öllum sínum þegnum í gegnum erfiðleika. Gerir allt sem í mannlegu valdi stendur til veita bestu umönnun háum sem lágum, sjúkum sem frískum. Blessunarlega hafa dauðsföll hér á landi orðið færri en svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir, svo er sóttvarnarteyminu víðfræga og samstöðu þjóðarinnar fyrir að þakka og frábæru heilbrig...

Lesa meira

Með hendur í skauti

Við jafnaðarmenn mótmælum harðlega aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem horfir með hendur í skauti á skort fólks sem býr við sárafátækt eftir langvarandi atvinnuleysi í atvinnukreppu. Við jafnaðarmenn mótmælum harðlega forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sem lækkar skatta á efnafólk í dýpstu efnahagskreppu í 100 ár. Við jafnaðarmenn köllum eftir annarri forgangsröðun og krefjumst aðgerða sem vinna gegn vaxandi ójöfnuði í heimsfaraldri.

Lesa meira