Baráttan fyrir réttlæti

Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, ætti að vera stærsti stjórnmálaflokkurinn hér á landi en mælist samkvæmt könnunum undir 10%. Þetta slæma gengi er alvarlegt mál og verður að breytast svo hugsjónir jafnaðarstefnunar geti orðið að veruleika um jafnrétti og jöfnuð. Okkar verkefni eru að styrkja stöðu ungs fólks, barnafjölskyldna, aldraðra, fatlaðra og öryrkja. Ójöfnuð sem birtist í óréttlátri skattastefnu og aukinni gjaldtöku í heilbrigðis- og menntakerfinu þarf að stöðva strax. Til þess þarf samstillt átak jafnaðarmanna og sterka Samf...

Lesa meira

Á menntun að vera munaður?

Með breyttri menntastefnu árið 2015 voru fjöldatakmarkanir settar á bóknámsnemendur í framhaldsskólum sem náð hafa 25 ára aldri. Þeim nemendum fækkaði um 40% í kjölfarið. Skilaboðin voru skýr, nemendurnir voru ekki velkomnir í framhaldsskólana. Þeim er vísað á einkaskóla sem reka frumgreinadeildir með tilheyrandi kostnaði. Hár kostnaður verður til þess að færri fara í nám. Frumgreinadeildir eru aðeins á þremur stöðum á landinu, á Bifröst í Borgarfirði, Háskólanum í Reykjavík og Keili á Suðurnesjum. Símenntunarmiðstöðvar bjóða upp á sex til tíu...

Lesa meira

Tekjur af auðlindum í velferð

Við Íslendingar erum rík af auðlindum en ekki góð í að semja um verð fyrir nýtingu þeirra. Útgerðarfyrirtæki greiða veiðigjald sem er langt undir markaðsverði, ferðamenn fá afslátt af neysluskatti á bæði gistingu og afþreyingu og við gerum ógegnsæja samninga um rafmagnsverð við stóriðjuna. Þessar stóru atvinnugreinar ættu að skila mun meiri tekjum í ríkissjóð en þær gera.

Lesa meira

Forysta jafnaðarmanna

Forysta jafnaðarmanna

Það er alvarlegt mál fyrir íslenskt samfélag þegar að Samfylkingin jafnaðarmannaflokkur Íslands, sem ætti að vera stærsti stjórnmálaflokkurinn hér á landi, mælist samkvæmt könnunum undir 10%. Samfylkingin hefur ákveðið að blása til formannskosninga og kosningu í önnur forystuhlutverk í byrjun júní. Þannig verði ný forysta með skýrt umboð til að undirbúa kosningar með samþykktir landsfundar í farteskinu. Ég vil leggja mig alla fram við að bæta íslenskt samfélag. Þess vegna hef ég ákveðið að gefa kost á mér til formanns Samfylkingarinnar.

Lesa meira

Slóð peninganna

Íslendingar eiga heimsmet í að nýta sér erlend skattaskjól samkvæmt Panamaskjölunum. Sú uppljóstrun hefur kallað skömm yfir alla þjóðina. Sama hvað hver segir þá er eitt á hreinu. Skattaskjól eru fyrst og fremst notuð til að fela eignir og komast undan skattgreiðslum. Íslendingar sem nota skattaskjól gera það til að komast hjá því að greiða skatta af tekjum og eignum og vilja láta aðra bera sinn hlut í ríkisrekstrinum, s.s. að halda hér uppi heilbrigðisþjónustu og menntakerfi. Einkenni aflandsfélaga í skattaskjólum eru skattleysi eða lágirskatt...

Lesa meira

Nokkur ráð við kynbundnum launamun

Kynbundinn launamunur hér á landi mælist nú rúmlega 20%. Það er munurinn á raunverulegum tekjum karla og kvenna. Þegar búið er að taka tillit til ýmissa  þátta, s.s. vinnutíma, starfsaldurs og menntunar, þá er launamunurinn um 7%. Sú tala segir okkur þó ekki hvað ratar í veski kvenna miðað við karla og þess vegna er mikilvægara að horfa á mun á heildartekjum. Þar munar ríflega fimmtungi!

Lesa meira

Barnabætur eða fátækrastyrkur?

Barnabætur hér á landi eru nú nánast eins og styrkur til fátækra og mjög ólíkar barnabótum hinna Norðurlandanna. Meginmarkmið ríkisstjórnarinnar, samkvæmt nýrri fjármálaáætlun, er að barnabætur verði eingöngu stuðningur við tekjulægstu fjölskyldurnar. Farið er eftir tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um endurskoðun barnabótakerfisins. Sjóðurinn ráðleggur ríkisstjórninni að einfalda kerfið og beina greiðslum til lágtekjuheimila með hærra skerðingarhlutfalli miðað við laun. Einnig leggur sjóðurinn til að einstæðir foreldrar fái ekki hærri greiðsl...

Lesa meira

Grýttur menntavegur

Menntun verður ekki frá okkur tekin. Hún er verðmæt bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild.  Þess vegna er það alvarlegt ef færri fara í nám en þess óska eða ef menntun stæði aðeins þeim efnameiri til boða. Slík staða væri óásættanleg. Að læra af öðrum. Samkvæmt ársskýrslu LÍN 2014 hefur lánþegum í námi erlendis fækkað um 14% á fimm ára tímabili. Kjör námsmanna versnuðu á sama tíma. Viðbrögð við  fækkun nemenda hefðu átt að vera bætt kjör en ekki ákvarðanir um frekari skerðingu lána. Nú hefur LÍN uppfært framfærslugrunn námsmanna erlendi...

Lesa meira

Formannskjör í Samfylkingunni

Hér eru helstu upplýsingar vegna kosningar formanns Samfylkingarinnar: Allir þeir sem eru skráðir félagar í Samfylkingunni eru á kjörskrá. Kosning hefst kl. 12 á hádegi þann 28. maí og lýkur kl. 12. á hádegi föstudaginn 3. júní n.k. Kosningin er með rafrænum hætti og munu nánari upplýsingar birtast hér á síðunni um leið og þær liggja fyrir.

Lesa meira

Líf og heilsa

Engum dettur í huga að halda því fram að Íslendingar hafi ekki efni á að veita góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Við stjórnmálamenn verðum að svara spurningunni um hvernig almannafé nýtist best og hvernig við gerum heilbrigðisstofnunum kleift að halda góðum mannauði og mæta þörfum sjúklinga um land allt. Það þarf að svara kalli fólksins í landinu um að heilbrigðisþjónustu verði raðað framar þegar að fjármunum er úthlutað úr ríkiskassanum.

Lesa meira