Sala Mílu varðar öryggi þjóðarinnar

Sala Mílu varðar öryggi þjóðarinnar

Alls ekki má ganga frá sölunni nema Alþingi Íslendinga hafa rýnt skilyrðin vel og telji víst að þjóðaröryggis sé gætt. Alþingi hefur ekki komið saman í marga mánuði og þegar þessi pistill er skrifaður vitum við ekki enn hvenær þing kemur saman. Ríkisstjórnin fráfarandi getur ekki leyft sér að hunsa Alþingi í svo mikilvægu máli. Ef í það stefnir verður forsetinn að skipa starfsstjórn og kalla þingið saman.

Lesa meira

Innviðir sem varða þjóðaröryggi og almannahag

Innviðir sem varða þjóðaröryggi og almannahag

Margir hafa tekið undir varnaðarorð mín um þessa sölu og mikilvægi þess að innviðir sem varða þjóðaröryggi og almannahag gangi ekki kaupum og sölum án skilyrða sem halda. En vegna þess hef ég líka sætt gagnrýni, einkum frá hægrimönnum. Þeir stjórnast af  trú á því að markaðurinn taki alltaf og óhjákvæmilega bestu ákvarðanirnar en eins og markaðurinn getur verið ágætur þá virkar hann ekki vel í fákeppni eins og á við  um starfsemi Mílu. Fjárhagslegur ávinningur eigenda fyrirtækisins og þjóðaröryggi þurfa ekki alltaf að fara saman og tryggja þar...

Lesa meira