Réttlát græn umskipti

Við í Samfylkingunni ætlum að taka forystu og leiða grænu umskiptin í samvinnu við atvinnurekendur, vinnandi fólk og samfélagið allt. Tæknibyltingin opnar á fjölmörg tækifæri. Sama gildir um tæknibyltinguna og græn umskipti að það þarf að koma í veg fyrir að þróunin auki ójöfnuð. Hún þarf þvert á móti að auka jöfnuð. Við jafnaðarmenn óttumst ekki nýja tækni. En við óttumst hinsvegar að hið gamla og úrelta fái að ráða.

Lesa meira

Betra fyrir barnafólk

Betra fyrir barnafólk

Ég hef sem þingmaður lagt fram óteljandi tillögur um betri kjör fyrir barnafólk. Flestar hafa verið felldar. Ég nýtti tækifærið þegar ég var fjármálaráðherra 2012 og sá til þess að barnabætur hækkuðu um 30% á milli ára. Fleiri ungar fjölskyldur fengu þá bætur en nú. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem tóku við, vildu frekar lækka veiðigjöldin en hækka barnabætur að því sem gerist í norrænum velferðarríkjum. Núverandi ríkisstjórn fylgir sömu stefnu.

Lesa meira

Eldhússdagsræða 7. júní 2021

Eldhússdagsræða 7. júní 2021

Kæru landsmenn. Stjórnarflokkarnir samþykktu á síðasta degi maímánaðar fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Sameiginlega stefna VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fyrir næsta kjörtímabil er því komin fram. Við í Samfylkingunni teljum stefnu þeirra í grundvallaratriðum ranga. Þau hyggjast ekki bæta kjör öryrkja eða eldra fólks og ætla ekki að styðja betur við barnafjölskyldur. Þau taka ekki á húsnæðismálunum og sýna lítinn metnað í aðgerðum gegn loftlagsvá af mannavöldum. Þau ætla ekki að taka myndarlega á biðlistum í heilbrigðiskerfinu eða að mæ...

Lesa meira

Næsta kjörtímabil ákveðið?

Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur til breytingar á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2022-2026. Tillögurnar miða allar að því að fjölga störfum, auka græna verðmætasköpun, bæta heilsu og öryggi fólksins í landinu og bæta kjör barnafólks og þeirra hópa sem verst eru settir í samfélaginu með réttlátari tekjuöflun og jöfnuð að leiðarljósi

Lesa meira

Gefum fjölskyldunni tíma

Gefum fjölskyldunni tíma

Við í Samfylkingunni jafnaðarmannaflokki Íslands viljum taka örugg skref að barnvænu samfélagi. Fyrsta skrefið við fjárhagslegan stuðning við barnafjölskyldur á næsta kjörtímabili yrði að barnafjölskyldur með meðallaun fái óskertar barnabætur.

Lesa meira

Ógn við heilsu kvenna

Ógn við heilsu kvenna

Afar brýnt er að bregðast við vegna þess stóra hóps kvenna sem hefur þurft að bíða allt of lengi eftir niðurstöðum skimana, frekari greiningum og heilbrigðisþjónustu. Dæmi er um konur sem eru búnir að bíða í hálft ár eftir upplýsingum um hvort þær þurfi frekari rannsóknir og þá tekur við of löng bið eftir næsta læknatíma. Þarna eru konur í viðkvæmri stöðu sem þarf að sinna af virðingu fyrir lífi þeirra og heilsu.  

Lesa meira

Það er nóg til

Það er nóg til

Mikilvægar kosningar verða 25. september næst komandi, sennilega þær mikilvægustu í langan tíma. Eina leiðin til að fá félagshyggjustjórn eftir kosningar er að Samfylkingin vinni kosningasigur. Enginn annar flokkur mun hafa frumkvæði að myndun stjórnar um græna atvinnusókn og félagslegt réttlæti í stað afturhalds og stöðnunar. Jafnaðarstefnan ein hefur svörin við þeim krefjandi áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, jafnt í heimabyggð sem á heimsvísu.

Lesa meira

Skaði af skattaskjólum

Skaði af skattaskjólum

Skattaskjól eru nýtt af fólki sem vill fela peningana sína fyrir Skattinum og láta aðra bera uppi sinn hlut í velferðarkerfinu.

Lesa meira

Bundnar hendur skólafólks

Slagorð um menntasókn verða eins og óþægilegt suð í eyrum skólafólks ef ekki fylgir breytt forgangsröðun og fjármunir til athafna.

Lesa meira

Auður, völd og auðlindin

Einn okkar besti rannsóknarblaðamaður Helgi Seljan, vann að fréttaskýringaþætti Kveiks um Samherjaskjölin. Samherji ræðst að starfsheiðri fréttamannsins með áróðri sem fyrirtækið dreifir um netið. Fyrirtækið nýtir mikla fjármuni og sterka stöðu til að sýna okkur hinum að það borgi sig ekki að gagnrýna eigendur þess. Vegna þess að þeir hafa stöðu og efni á að þagga niður í okkur.

Lesa meira