
Brýnar aðgerðir blasa við
Verður notast áfram við gömlu leiðirnar sem hafa nú þegar brugðist bæði almenningi og jörðinni eða velur fólk nýrri og betri leiðir? Við þurfum að byggja upp eftir heimsfaraldur og takast um leið á við loftlagsvá af mannavöldum, breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar og sjálfvirknivæðingu sem hefur áhrif á störf og starfsskilyrði. Með jafnaðarstefnunni náum við þeirri efnahagslegu og samfélagslegu endurnýjun sem við þurfum svo sárlega á að halda.