Réttur Suðurnesjamanna

Réttur Suðurnesjamanna

Íbúum Suðurnesja hefur fjölgað um 50% frá árinu 2008. Fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa á sama tíma dregist saman um 27% á hvern íbúa landshlutans. Heilbrigðisráðherra og stjórnarþingmenn setja starfsmenn stofnunarinnar í klemmu. Eiga þeir að vinna eftir lögum um heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu stjórnvalda eða miða þjónustuna við fjármagn sem ríkið skaffar? Himinn og haf er þar á milli. Á meðan íbúum hefur fjölgað um 50% hafa fjárveitingar til HSS aukist um 8%. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp.

Lesa meira