Áform ríkisstjórnarinnar um sölu Íslandsbanka

Áform ríkisstjórnarinnar um sölu Íslandsbanka

Ekkert land er að selja ríkiseignir um þessar mundir þó að staða á mörkuðum sé víða góð og skuldir ríkja um allan heim hafi aukist gríðarlega. E f íslensk stjórnvöld telja að hagkvæmt sé að selja vel stæðan banka sem skilað hefur góðum arði í ríkissjóð, til að greiða niður skuldir á neikvæðum raunvöxtum, hafa þau ekki reiknað dæmið til enda. Hafa þarf í huga að vextir eru í sögulegu lágmarki og ekkert bendir til breytinga á því í bráð. Við undirbúning á sölu Íslandsbanka þarf að taka tillit til stöðu efnahags- og atvinnumála. Það hefur ekki ve...

Lesa meira

Að búa í haginn

Ríkisstjórnin hefur með skipulegum hætti verið að veikja afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi. Í júní í fyrra voru samþykkt lög sem eru til þess fallin að veikja Fjármálaeftirlitið. Síðastliðið vor var síðan Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og verið er að draga tennurnar úr skattrannsóknarstjóra með frumvarpi sem er til meðferðar í efnahags- og viðskiptanefnd. Og nú stendur til að selja hluti í Íslandsbanka áður en að kjörtímabili lýkur. Það er verið að búa í haginn fyrir þá sem sýsla með mikla peninga.

Lesa meira

Erum við ekki öll í þessu saman?

Við í Samfylkingunni jafnaðarmannaflokki Íslands mótmælum harðlega aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem sýnir ástandinu algjört skilningsleysi. Við krefjumst aðgerða strax sem vinna gegn vaxandi ójöfnuði í heimsfaraldri og að byrgðum verði dreift. Gefum eftir getu og þiggjum eftir þörfum. Erum við ekki öll í þessu saman?

Lesa meira