Óábyrg efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins

Formaður Sjálfstæðisflokksins skilur ekki enn hvernig hann skildi eftir lág- og millitekjufólk – 80 prósent landsmanna! – en lækkaði skatta á efnaðasta fólk landsins. Það er svo merkileg þessi mýta um að hægrimenn stjórni betur en aðrir eða hafi meira vit á peningum, því hún stenst enga skoðun. Indriði Þorláksson, fyrrum ríkisskattstjóri, afgreiddi fjármálaráðherrann snyrtilega og benti honum á að aukin skattbyrði komi vissulega til vegna hærri tekna hjá meirihluta launafólks, en það ekki raunin hjá þessum ríkustu 20 prósentum. Þeirra skattur h...

Lesa meira

Ábyrg stefna og útfærðar leiðir Samfylkingarinnar

Eftir kosningar verða kaflaskil og tækifæri til að gera breytingar sem skipta máli fyrir almenning í landinu. Kjósendur ráða ferðinni og niðurstaðan verður vonandi hagfelld þeim flokkum sem vilja sjá umbætur strax. Samfylkingin er málsvari barnafjölskyldna. Við viljum að þær fái betri stuðning með því að lengja fæðingarorlofið og hækka barnabæturnar. Við þurfum öll að búa einhvers staðar og Samfylknigin hefur útfært leið til þess að styðja við leigjendur og ungt fólk sem vill komast á húsnæðismarkaðinn með 5.000 leiguíbúðum á næstu fjórum árum...

Lesa meira

Hvað varð um lán SÍ til Kaupþings?

Upplýsingarnar sem greint var frá í gærkvöldi í Kastljósi um mögulegan leka úr Seðlabankanum til starfsmanns Samtaka fjármálafyrirtækja, eru grafalvarlegar og krefjast þess að lekinn og hugsanlegar afleiðingar hans séu rannsakaðar og upplýstar að fullu. Samtal forsætisráðherra og seðlabankastjóra verður að birta. Ekki er síður alvarlegt að sérstakur saksóknari skuli ekki hafa upplýst Seðlabankann um lekann ef hann átti sér stað, og ástæður þess þarf að skoða. Það verður líka óhjákvæmilegt að rannsaka viðskipti með hlutabréf og lánveitingar kom...

Lesa meira

527 milljarðar til 10% Íslendinga

Sam­fylk­ingin kynnti á dög­unum eina snjalla leið til þess að aðstoða þá sem ekki eiga útborgun í íbúð. Hug­myndin er að fjöl­skyldur fái fyr­ir­fram­greiddar vaxta­bæt­ur, en það eru pen­ingur sem leigj­endur fengju hvort sem er að hluta í formi hús­næð­is­bóta og þeir kaup­endur sem rétt eiga á vaxta­bót­um. Þetta er hóf­leg leið sem gagn­ast ekki bara íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins heldur líka sér­stak­lega vel þeim sem búa á lands­byggð­inni. Leiðin felur í sér að fjöl­skyldur sem ekki eiga hús­næði fái allt að þrjá millj­ónir króna til...

Lesa meira

Þriggja milljóna króna forskot á fasteignamarkaði

Þriggja milljón króna forskot á fasteignamarkaði fyrir þá sem ekki eiga íbúð er ný leið okkar í Samfylkingunni til að hjálpa leigjendum og ungu fólki á erfiðum fasteignamarkaði. Mikið hefur verið rætt um þessa leið síðan við kynntum hana á þriðjudaginn sem er ánægjulegt. Henni hefur ranglega verið líkt við leiðir ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynntu 90% lán til sögunnar og fóru í skuldaniðurfellingu nú á kjörtímabilinu, sem er blessunarlega að ljúka nú í lok mánaðarins. Leið okkar mun ekki valda sömu þenslu áhrifum og ekki n...

Lesa meira

Kjósum Samfylkinguna

Það er mikilvægt að kjósa Samfylkinguna, alvöru jafnaðarmannaflokk og kjölfestu sem hefur reynslu, þekkingu og þor til að takast á við framtíðina. Afl sem tekur jafnrétti kynjanna alvarlega og sýnir það í verki. Fólk sem vinnur gegn spillingu og frændhygli. Flokk sem hefur jöfnuð og sanngirni að leiðarljósi í öllu sínu starfi.

Lesa meira