Fólkið og fiskurinn

Auðlindir þjóðarinnar eiga ekki að vera á höndum fárra. Það gengur gegn almannahagsmunum ef eftirliti með nýtingu auðlindarinnar er ábótavant og enn fremur ef fáum aðilum er gert kleift að fara með stærsta hluta fiskveiðiauðlindarinnar. Mikil efnahagsleg og siðferðileg áhætta er í því fólgin því þar með geta ítök fárra orðið mikil í íslensku þjóðlífi, svo mikil að þeir verða í aðstöðu til að klollvarpa efnahag landsins, byggðaþróun og stýra gjörðum ráðherra.

Lesa meira

Ég segi nei!

Ég segi nei!

Það liggur á framkvæmdum og viðhaldi á vegum út um allt land og ég er sammála því að flýta nauðsynlegum framkvæmdum og setja einnig aukið fjármagn til almenningssamgangna. Það getur hins vegar aldrei gengið að segja við fólk á ákveðnum svæðum eins og stjórnarflokkarnir segja við Sunnlendinga þessa dagana: „Ef þið viljið vegabætur og aukið umferðaröryggi þá verið þið að opna veskið og greiða vegaskatta.“ Eða þetta sem stjórnarþingmenn hafa líka sagt: „Ef þið viljið ekki vegaskatta þá þarf að skera niður í heilbrigðiskerfinu fyrir samgöngubótum....

Lesa meira

Hætta á sárafátækt

Hætta á sárafátækt

Aukaverkanir langtímaatvinnuleysis eru vel þekktar og slæmar. Stöðugar fjárhagsáhyggjur og félagsleg einangrun eykur líkur á varanlegri örorku. Vímuefnaneysla, þunglyndi og heimilisofbeldi eru einnig þekktar aukaverkanir. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að bregðast við. Úrræðalaus verður hún að víkja strax!

Lesa meira