Um pólitískar ákvarðanir

Um pólitískar ákvarðanir

Eldra fólk er fast inni á Landspítalanum vegna þess að ekki er pláss á hjúkrunarheimilum fyrir þau. Í stað þess að verja ævikvöldinu á öldrunarstofnun eyða um tvö hundruð manns síðustu mánuðunum ævinnar á lyflækningadeildum Landspítalans, þó að meðferð við veikindum sé löngu lokið. Hvernig gat það gerst að rík þjóð sýni eldra fólki slíkt virðingarleysi?  Ástandið er tilkomið vegna pólitískra ákvarðana um byggingu og rekstur hjúkrunarheimila, um aðstoð á heimilum eldra fólks og valkosti í búsetuúrræðum.

Lesa meira

Af hverju er ekki sátt um sjávarútveginn?

Af hverju er ekki sátt um sjávarútveginn?

Næsta ríkisstjórn verður að standa í lappirnar og taka á þessum göllum. Allt umhverfið er stórum útgerðum í hag og þeim sem stunda bæði veiðar og vinnslu á kostnað annarra. Og Fiskistofa er fjársvelt. Við í Samfylkingunni ætlum að endurskoða lögin um stjórn fiskveiða og lögin um eftirlit og heimildir Fiskistofu, vinna gegn samþjöppun, stuðla að nýliðun í greininni og hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni.

Lesa meira

Heilbrigt kerfi?

Heilbrigt kerfi?

Sumir flokkar segja að lausnin sé einkarekstur. Það megi setja aukna fjármuni til heilbrigðiskerfisins úr ríkissjóði ef þeir fara í einkarekstur. Einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg. Aldrei má minnsti vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisþjónustu vegi þyngra.

Lesa meira

,,Sami rassinn undir þeim öllum"

Sem fjármálaráðherra bar ég ábyrgð á samningu fjárlagafrumvarps ársins 2013. Bættur hagur barna var yfirskrift þess frumvarps. Barnabætur hækkuðu þá alls um 30%, fleiri fengu barnabætur og upphæðir hækkuðu. Áætlun var gerð um fríar tannlækningar barna og fyrstu skrefin tekin í þá átt og áætlun staðfest um 12 mánaða fæðingarorlof. Fjármagn til framhaldsskólanna var aukið og uppbygging hafin á heilbrigðisþjónustunni eftir mikinn niðurskurð.

Lesa meira