Auðlindirnar okkar

Sæstrengur er ekki í sjónmáli og ekki er heldur verið að leggja drög að lagningu hans eftir að Bretar tóku ákvörðun um Brexit. Kannski kemur hann aldrei. Samt er ljóst af umræðunni um orkupakkann að margir eru uggandi og vilja tryggari umgjörð um auðlindir þjóðarinnar. Og það viljum við í Samfylkingunni líka. Lausnin er auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Ákvæði þar sem áréttað er að enginn geti fengið auðlindirnar eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og aldrei megi selja þær eða veðsetja.

Lesa meira

Grænt og gott

Athuganir sem gerðar hafa verið fyrir Samband garðyrkjubænda sýna að  kolefnis­spor íslensks grænmetis er allt niður í 26% af því sem innflutt grænmeti skilur eftir sig. Að meðaltali er um helmingsmunur á losun, íslenskri framleiðslu í hag. Þetta eitt sýnir að mikill umhverfisávinningur væri af aukinni innlendri framleiðslu á grænmeti. Alla jafna má reikna með að kolefnisspor matvæla úr jurtaríkinu sé mun minna en úr dýraríkinu.

Lesa meira