Betra fyrir barnafólk

Betra fyrir barnafólk

Ég hef sem þingmaður lagt fram óteljandi tillögur um betri kjör fyrir barnafólk. Flestar hafa verið felldar. Ég nýtti tækifærið þegar ég var fjármálaráðherra 2012 og sá til þess að barnabætur hækkuðu um 30% á milli ára. Fleiri ungar fjölskyldur fengu þá bætur en nú. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem tóku við, vildu frekar lækka veiðigjöldin en hækka barnabætur að því sem gerist í norrænum velferðarríkjum. Núverandi ríkisstjórn fylgir sömu stefnu.

Lesa meira

Réttlát græn umskipti

Við í Samfylkingunni ætlum að taka forystu og leiða grænu umskiptin í samvinnu við atvinnurekendur, vinnandi fólk og samfélagið allt. Tæknibyltingin opnar á fjölmörg tækifæri. Sama gildir um tæknibyltinguna og græn umskipti að það þarf að koma í veg fyrir að þróunin auki ójöfnuð. Hún þarf þvert á móti að auka jöfnuð. Við jafnaðarmenn óttumst ekki nýja tækni. En við óttumst hinsvegar að hið gamla og úrelta fái að ráða.

Lesa meira

Brýnar aðgerðir blasa við

Brýnar aðgerðir blasa við

Verður notast áfram við gömlu leiðirnar sem hafa nú þegar brugðist bæði almenningi og jörðinni eða velur fólk nýrri og betri leiðir? Við þurfum að byggja upp eftir heimsfaraldur og takast um leið á við loftlagsvá af mannavöldum, breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar og sjálfvirknivæðingu sem hefur áhrif á störf og starfsskilyrði. Með jafnaðarstefnunni náum við þeirri efnahagslegu og samfélagslegu endurnýjun sem við þurfum svo sárlega á að halda.

Lesa meira