Oddný
Grindavík

Grindavík

Nýtum reynsluna af öðrum áföllum og aðgerðum. Rifjum upp hvað gekk vel og hvað hefði mátt betur fara þegar ákvarðanir eru teknar, s.s. vegna Vestmannaeyjagossins, afleiðinga skriðufalla í Seyðisfirði og covid-aðgerða. Koma þarf á stöðugleika fjölskyldulífs eins og hægt er með tryggu húsnæði, frysta lán án tilkostnaðar fyrir Grindvíkinga, greiða lokunarstyrki til fyrirtækja  og sjá til þess að ráðningasamband atvinnurekenda og launafólks  haldist á meðan óvissa ríkir. Við þessar aðstæður farnast okkur best að fara að ráðum okkar færasta fólks....

Lesa meira

Samkeppni - fyrir lýðræðið

Samkeppni - fyrir lýðræðið

Í íslensku viðskiptalífi hefur átt sér stað gríðarleg samþjöppun valds og áhrifa. Rökin fyrir sterku samkeppniseftirliti varða ekki einungis skilvirkni markaða heldur einnig vörn fyrir lýðræðið.  Lýðræðinu stendur augljós ógn af of stórum fyrirtækjum sem nýta styrk sinn gegn neytendum og smærri fyrirtækjum. Hart er sótt að Samkeppniseftirlitinu þessa dagana. Almenningur þarf að standa vörð um sinn hag og standa með öflugu samkeppniseftirliti.

Lesa meira

Samkeppni og valdatafl

Samkeppni og valdatafl

Yfirsýn um stjórnunar- og eignatengsl í íslenskum sjávarútvegi er augljóslega nauðsynleg ef koma á í veg fyrir blokkamyndun. Ég fagna þessari athugun Samkeppniseftirlitsins. Það gera hins vegar gæslumenn sérhagsmuna og einokunarsinnar ekki. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins kallar hana pólitíska fiskiferð og valdníðslu sem verði að hrinda og eigandi Brims hf, eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, neitar að gefa Samkeppniseftirlitinu upplýsingar. Valdatafl stendur yfir milli almannahagsmuna og sérhagsmunaafla sem vilja gera Samkeppnisefti...

Lesa meira

Réttur Suðurnesjamanna

Réttur Suðurnesjamanna

Íbúum Suðurnesja hefur fjölgað um 50% frá árinu 2008. Fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa á sama tíma dregist saman um 27% á hvern íbúa landshlutans. Heilbrigðisráðherra og stjórnarþingmenn setja starfsmenn stofnunarinnar í klemmu. Eiga þeir að vinna eftir lögum um heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu stjórnvalda eða miða þjónustuna við fjármagn sem ríkið skaffar? Himinn og haf er þar á milli. Á meðan íbúum hefur fjölgað um 50% hafa fjárveitingar til HSS aukist um 8%. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp.

Lesa meira

Áttavilltir ráðamenn

Áttavilltir ráðamenn

Staðan er mjög alvarlega og kallar á tafarlaus viðbrögð ríkisstjórnarinnar með húsnæðisstuðningi og stuðningi við barnafjölskyldur. Ákvarðanir um skarpa uppbyggingu félagslegs húsnæðiskerfis verður að taka strax og marka skýra stefnu í heilbrigðis-, atvinnu- og gjaldeyrismálum.

Lesa meira

Í hvernig samfélagi viljum við búa?

Í hvernig samfélagi viljum við búa?

Því miður er svo komið að íslenskt heilbrigðiskerfi nær einungis fáum af þeim skilyrðum félagslegs heilbrigðiskerfis sem velferðarsamfélög byggja á. Það sem alvarlegra er að við færumst sífellt fjær félagslegu heilbrigðiskerfi ár frá ári. Samhjálpin og samtryggingin hefur smám saman verið veikt í heilbrigðiskerfinu. Er það svona sem við viljum hafa samfélag okkar? Ég segi nei!

Lesa meira

Baráttukveðjur

Baráttukveðjur

Ef árangur á að nást sem leiðir til sáttar og jafnaðar þarf samráð að eiga sér stað á milli stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. Leita þarf sátta um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að mæta áhrifum heimsfaraldurs og stríðs í Evrópu á íslenskt samfélag og vegna sjálfvirknivæðingar og grænna umskipta til framtíðar. Framlag ríkisstjórnar Íslands við þessar aðstæður birtist hins vegar í því að gefa útvöldum auðmönnum forgangsrétt og afslátt við kaup á eigum almennings, þar á meðal föður fjármálaráðherra og ýfa upp sárar minningar af bankahrun...

Lesa meira

Fiskveiðiauðlindin okkar

Fiskveiðiauðlindin okkar

Ég held að fullreynt sé að ekki verði sátt um fiskveiðiauðlindina okkar fyrr en markaðsverð fáist fyrir tímabundinn nýtingarrétt. Þetta ætti flestum að vera orðið ljóst. Auk þess verður að taka á samþjöppun í greininni með skýrum hætti og greinagóðum skilgreiningum á tengdum aðilum og raunverulegum eigendum útgerðarfyrirtækja þannig að aldrei þurfi að leika vafi á hvort lögbundnu 12% kvótaþaki sé náð.

Lesa meira

Borgað fyrir heilsu

Greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu er samkvæmt lögum ætlað að tryggja að einstaklingar greiði ekki meira en ákveðna hámarksupphæð fyrir þjónustuna og að börn, aldraðir og öryrkjar greiði lægri upphæð en aðrir. Hvorki markmið greiðsluþátttökukerfisins né markmið laganna um að tryggja einstaklingum aðstoð óháð efnahag hafa náðst undanfarin ár þar sem samningar við sérfræðilækna hafa verið lausir í fjögur ár.

Lesa meira

Peningana eða lífið

Í núverandi ástandi er þar með farið á svig við markmið laga um sjúkratryggingar og lög um heilbrigðisþjónustu í landinu auk þess sem greiðsluþátttökukerfið virkar ekki. Í þeim komugjöldum sem sjúklingar þurfa að greiða og koma til viðbótar greiðslna sem reiknast inn í greiðsluþátttökukerfið, er ekki tekið tillit til ólíkrar stöðu þeirra, s.s. barna, öryrkja eða aldraðra.

Lesa meira