Oddný

Næsta kjörtímabil ákveðið?

Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur til breytingar á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2022-2026. Tillögurnar miða allar að því að fjölga störfum, auka græna verðmætasköpun, bæta heilsu og öryggi fólksins í landinu og bæta kjör barnafólks og þeirra hópa sem verst eru settir í samfélaginu með réttlátari tekjuöflun og jöfnuð að leiðarljósi

Lesa meira

Gefum fjölskyldunni tíma

Gefum fjölskyldunni tíma

Við í Samfylkingunni jafnaðarmannaflokki Íslands viljum taka örugg skref að barnvænu samfélagi. Fyrsta skrefið við fjárhagslegan stuðning við barnafjölskyldur á næsta kjörtímabili yrði að barnafjölskyldur með meðallaun fái óskertar barnabætur.

Lesa meira

Ógn við heilsu kvenna

Ógn við heilsu kvenna

Afar brýnt er að bregðast við vegna þess stóra hóps kvenna sem hefur þurft að bíða allt of lengi eftir niðurstöðum skimana, frekari greiningum og heilbrigðisþjónustu. Dæmi er um konur sem eru búnir að bíða í hálft ár eftir upplýsingum um hvort þær þurfi frekari rannsóknir og þá tekur við of löng bið eftir næsta læknatíma. Þarna eru konur í viðkvæmri stöðu sem þarf að sinna af virðingu fyrir lífi þeirra og heilsu.  

Lesa meira

Það er nóg til

Það er nóg til

Mikilvægar kosningar verða 25. september næst komandi, sennilega þær mikilvægustu í langan tíma. Eina leiðin til að fá félagshyggjustjórn eftir kosningar er að Samfylkingin vinni kosningasigur. Enginn annar flokkur mun hafa frumkvæði að myndun stjórnar um græna atvinnusókn og félagslegt réttlæti í stað afturhalds og stöðnunar. Jafnaðarstefnan ein hefur svörin við þeim krefjandi áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, jafnt í heimabyggð sem á heimsvísu.

Lesa meira

Skaði af skattaskjólum

Skaði af skattaskjólum

Skattaskjól eru nýtt af fólki sem vill fela peningana sína fyrir Skattinum og láta aðra bera uppi sinn hlut í velferðarkerfinu.

Lesa meira

Bundnar hendur skólafólks

Slagorð um menntasókn verða eins og óþægilegt suð í eyrum skólafólks ef ekki fylgir breytt forgangsröðun og fjármunir til athafna.

Lesa meira

Auður, völd og auðlindin

Einn okkar besti rannsóknarblaðamaður Helgi Seljan, vann að fréttaskýringaþætti Kveiks um Samherjaskjölin. Samherji ræðst að starfsheiðri fréttamannsins með áróðri sem fyrirtækið dreifir um netið. Fyrirtækið nýtir mikla fjármuni og sterka stöðu til að sýna okkur hinum að það borgi sig ekki að gagnrýna eigendur þess. Vegna þess að þeir hafa stöðu og efni á að þagga niður í okkur.

Lesa meira

Neytendastofa lögð niður í áföngum - nefndarálit

Verði frumvarpið samþykkt munu öll verkefni Neytendastofu sem ekki heyra beint undir neytendaréttarsvið verða flutt annað. Verkefnum er skipað undir stofnanir sem sinna ólíkum verkefnum. 1. minni hluti tekur undir áhyggjur Neytendasamtakanna sem snúa að því að áherslur til að mynda Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verði ómarkvissar, verkefnin stór og ólík og lítil samlegð með þeim. Í umsögn Neytendasamtakanna segir um þetta: „Þannig þekkja Neytendasamtökin ekki til stofnana í öðrum löndum sem bæði veita húsnæðislán og hafa umsjón með framkvæmd...

Lesa meira

Suðurland og sóknarfærin

Suðurland og sóknarfærin

Vöxtur grænmetisræktunar og græn nýsköpun kalla á öfluga menntastofnun til stuðnings við atvinnugreinina. Þess vegna er Garðyrkjuskólinn að Reykjum í Ölfusi svo mikilvægur. Það er grundvallaratriði í framþróun innan greinarinnar að skólinn eflist og styrkist. Gera verður skólanum kleift að styðja með markvissum hætti við garðyrkju og grænmetisframleiðslu og nýsköpun í matvælaiðnaði.

Lesa meira

Suðurnesin og sóknarfærin

Suðurnesin og sóknarfærin

Góð heilbrigðisþjónusta fyrir alla er krafa okkar jafnaðarmanna. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur verið fjársvelt í mörg ár og þarfnast bæði fjárframlaga og faglegrar styrkingar. Samfylkingin hefur ítrekað lagt fram tillögur á Alþingi þar um sem munu ná fram að ganga komist Samfylkingin í ríkisstjórn eftir kosningarnar í september.

Lesa meira