Oddný
Pólitísk jólakveðja

Pólitísk jólakveðja

Almenningur ber annars ekki mikið traust til stjórnmálanna. Fyrir mörgum er Alþingi Íslendinga staður þar sem stjórnmálamenn leika pólitíska leiki sem ætlaður er fáum og fyrir fáa útvalda.

Lesa meira

Innviðir sem varða þjóðaröryggi og almannahag

Innviðir sem varða þjóðaröryggi og almannahag

Margir hafa tekið undir varnaðarorð mín um þessa sölu og mikilvægi þess að innviðir sem varða þjóðaröryggi og almannahag gangi ekki kaupum og sölum án skilyrða sem halda. En vegna þess hef ég líka sætt gagnrýni, einkum frá hægrimönnum. Þeir stjórnast af  trú á því að markaðurinn taki alltaf og óhjákvæmilega bestu ákvarðanirnar en eins og markaðurinn getur verið ágætur þá virkar hann ekki vel í fákeppni eins og á við  um starfsemi Mílu. Fjárhagslegur ávinningur eigenda fyrirtækisins og þjóðaröryggi þurfa ekki alltaf að fara saman og tryggja þar...

Lesa meira

Sala Mílu varðar öryggi þjóðarinnar

Sala Mílu varðar öryggi þjóðarinnar

Alls ekki má ganga frá sölunni nema Alþingi Íslendinga hafa rýnt skilyrðin vel og telji víst að þjóðaröryggis sé gætt. Alþingi hefur ekki komið saman í marga mánuði og þegar þessi pistill er skrifaður vitum við ekki enn hvenær þing kemur saman. Ríkisstjórnin fráfarandi getur ekki leyft sér að hunsa Alþingi í svo mikilvægu máli. Ef í það stefnir verður forsetinn að skipa starfsstjórn og kalla þingið saman.

Lesa meira

Skattaparadís

Við áttum heimsmet í fjölda kennitala í Panamaskjölunum. En við áttum hins vegar ekki heimsmet í úrvinnslu málanna enda of fátt starfsfólk hjá Ríkisskattstjóra og Skattrannsóknarstjóra til að takast á við þessi flóknu mál og tvíverknaður innbyggður í kerfinu. Samherjaskjölin eru einnig dæmi um flókin efnahagsbrot sem ná til margra landa.

Lesa meira

Sala Mílu og þjóðaröryggi

Starfsemi Mílu er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land. Öllum má ljóst vera að starfsemi Mílu skiptir miklu fyrir þjóðaröryggi og því má salan sem fyrirhuguð er, alls ekki fara fram án þess að sett séu skýr skilyrði um öryggismál í sölusamning sem halda. Óásættanlegt er að salan á bæði virkum og óvirkum fjarskiptakerfum landsins fari fram án þess að Alþingi geti fjallað um hana.

Lesa meira

Breytingar!

Breytingar!

Leiðarljósið á að vera öflug heilbrigðis- og velferðarþjónusta fyrir alla, jafnrétti til náms og heilbrigður vinnumarkaður sem stendur vörð um réttindi launamanna ásamt efnahagsstjórn sem gerir þetta mögulegt. Það verður ævinlega að taka almannahagsmuni fram fyrir sérhagsmuni og þjóðin á að fá fullt verð fyrir auðlindirnar. Við megum aldrei þola ranglæti og spillingu.

Lesa meira

Að lifa með reisn

Að lifa með reisn

Með mannsæmandi eftirlaunum og lífeyri, sveigjanlegri starfslokum og einfaldari útreikningum aukum við líkur á að fólk geti í raun varið rétt sinn og lifað með reisn ævina út. Kjósið Samfylkinguna 25. september – það borgar sig.

Lesa meira

Fjársveltar rannsóknir efnahagsbrota

Lesa meira

Áttu börn?

Áttu börn?

Það er ótvíræður hagur samfélagsins alls að vel sé hugsað um börn og að fjölskyldunni sé gefinn tími. Almennar barnabætur sem eru óskertar að meðallaunum er velferðarmál en einnig efnahagsmál og fjárfesting í hag barna til lengri tíma.

Lesa meira

,,Sami rassinn undir þeim öllum"

Sem fjármálaráðherra bar ég ábyrgð á samningu fjárlagafrumvarps ársins 2013. Bættur hagur barna var yfirskrift þess frumvarps. Barnabætur hækkuðu þá alls um 30%, fleiri fengu barnabætur og upphæðir hækkuðu. Áætlun var gerð um fríar tannlækningar barna og fyrstu skrefin tekin í þá átt og áætlun staðfest um 12 mánaða fæðingarorlof. Fjármagn til framhaldsskólanna var aukið og uppbygging hafin á heilbrigðisþjónustunni eftir mikinn niðurskurð.

Lesa meira