Oddný
Áttavilltir ráðamenn

Áttavilltir ráðamenn

Staðan er mjög alvarlega og kallar á tafarlaus viðbrögð ríkisstjórnarinnar með húsnæðisstuðningi og stuðningi við barnafjölskyldur. Ákvarðanir um skarpa uppbyggingu félagslegs húsnæðiskerfis verður að taka strax og marka skýra stefnu í heilbrigðis-, atvinnu- og gjaldeyrismálum.

Lesa meira

Í hvernig samfélagi viljum við búa?

Í hvernig samfélagi viljum við búa?

Því miður er svo komið að íslenskt heilbrigðiskerfi nær einungis fáum af þeim skilyrðum félagslegs heilbrigðiskerfis sem velferðarsamfélög byggja á. Það sem alvarlegra er að við færumst sífellt fjær félagslegu heilbrigðiskerfi ár frá ári. Samhjálpin og samtryggingin hefur smám saman verið veikt í heilbrigðiskerfinu. Er það svona sem við viljum hafa samfélag okkar? Ég segi nei!

Lesa meira

Baráttukveðjur

Baráttukveðjur

Ef árangur á að nást sem leiðir til sáttar og jafnaðar þarf samráð að eiga sér stað á milli stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. Leita þarf sátta um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að mæta áhrifum heimsfaraldurs og stríðs í Evrópu á íslenskt samfélag og vegna sjálfvirknivæðingar og grænna umskipta til framtíðar. Framlag ríkisstjórnar Íslands við þessar aðstæður birtist hins vegar í því að gefa útvöldum auðmönnum forgangsrétt og afslátt við kaup á eigum almennings, þar á meðal föður fjármálaráðherra og ýfa upp sárar minningar af bankahrun...

Lesa meira

Fiskveiðiauðlindin okkar

Fiskveiðiauðlindin okkar

Ég held að fullreynt sé að ekki verði sátt um fiskveiðiauðlindina okkar fyrr en markaðsverð fáist fyrir tímabundinn nýtingarrétt. Þetta ætti flestum að vera orðið ljóst. Auk þess verður að taka á samþjöppun í greininni með skýrum hætti og greinagóðum skilgreiningum á tengdum aðilum og raunverulegum eigendum útgerðarfyrirtækja þannig að aldrei þurfi að leika vafi á hvort lögbundnu 12% kvótaþaki sé náð.

Lesa meira

Borgað fyrir heilsu

Greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu er samkvæmt lögum ætlað að tryggja að einstaklingar greiði ekki meira en ákveðna hámarksupphæð fyrir þjónustuna og að börn, aldraðir og öryrkjar greiði lægri upphæð en aðrir. Hvorki markmið greiðsluþátttökukerfisins né markmið laganna um að tryggja einstaklingum aðstoð óháð efnahag hafa náðst undanfarin ár þar sem samningar við sérfræðilækna hafa verið lausir í fjögur ár.

Lesa meira

Peningana eða lífið

Í núverandi ástandi er þar með farið á svig við markmið laga um sjúkratryggingar og lög um heilbrigðisþjónustu í landinu auk þess sem greiðsluþátttökukerfið virkar ekki. Í þeim komugjöldum sem sjúklingar þurfa að greiða og koma til viðbótar greiðslna sem reiknast inn í greiðsluþátttökukerfið, er ekki tekið tillit til ólíkrar stöðu þeirra, s.s. barna, öryrkja eða aldraðra.

Lesa meira

Bankasölumálinu er ekki lokið

Bankasölumálinu er ekki lokið

Það var haustið 2012 sem ég sem fjármálaráðherra mælti fyrir lögunum um sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum. Ég lagði á það áherslu við stjórnarþingmenn í þáverandi efnahags- og viðskiptanefnd að lögin yrðu afgreidd úr nefndinni til samþykktar í þingsal. Og það gekk eftir. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Framsókn sat hjá.

Lesa meira

Seðlabanki, sjávarútvegur og sjúkratryggingar

Seðlabanki, sjávarútvegur og sjúkratryggingar

Dagarnir 20. - 24. febrúar.

Lesa meira

Seðlabankinn

Seðlabankinn

Hverju sem öðru líður þarf Alþingi að sjá til þess að lög séu skýr um Seðlabankann og með þeim sé hagur almennings varinn. Og ákvarðanir nefndanna verða að vera vandaðar og kynningar á þeim einnig. Orð seðlabankastjóra vega þungt.

Lesa meira

Neyðarbirgðir á hættustund. Ræða á Alþingi 11. október 2022

Neyðarbirgðir á hættustund. Ræða á Alþingi 11. október 2022

Þetta reddast – má ekki vera efst í huga stjórnvalda þegar kemur að þjóðaröryggi. Þar þurfum við að vera raunsæ og skipulögð, gera okkur grein fyrir því sem við getum gert og hvað er ómögulegt. Til að tryggja öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar sem best verðum við að vinna enn nánar með öðrum þjóðum og auka alþjóðlega samvinnu á öllum sviðum. Samvinnu og samhjálp liggur beinast við að leita til vina og nágranna. Norðurlöndin standa öll betur að vígi ef þau leggja þekkingu sína saman, deila reynslu og viðbúnaði.

Lesa meira