Oddný
Áttu börn?

Áttu börn?

Það er ótvíræður hagur samfélagsins alls að vel sé hugsað um börn og að fjölskyldunni sé gefinn tími. Almennar barnabætur sem eru óskertar að meðallaunum er velferðarmál en einnig efnahagsmál og fjárfesting í hag barna til lengri tíma.

Lesa meira

,,Sami rassinn undir þeim öllum"

Sem fjármálaráðherra bar ég ábyrgð á samningu fjárlagafrumvarps ársins 2013. Bættur hagur barna var yfirskrift þess frumvarps. Barnabætur hækkuðu þá alls um 30%, fleiri fengu barnabætur og upphæðir hækkuðu. Áætlun var gerð um fríar tannlækningar barna og fyrstu skrefin tekin í þá átt og áætlun staðfest um 12 mánaða fæðingarorlof. Fjármagn til framhaldsskólanna var aukið og uppbygging hafin á heilbrigðisþjónustunni eftir mikinn niðurskurð.

Lesa meira

Heilbrigt kerfi?

Heilbrigt kerfi?

Sumir flokkar segja að lausnin sé einkarekstur. Það megi setja aukna fjármuni til heilbrigðiskerfisins úr ríkissjóði ef þeir fara í einkarekstur. Einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg. Aldrei má minnsti vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisþjónustu vegi þyngra.

Lesa meira

Af hverju er ekki sátt um sjávarútveginn?

Af hverju er ekki sátt um sjávarútveginn?

Næsta ríkisstjórn verður að standa í lappirnar og taka á þessum göllum. Allt umhverfið er stórum útgerðum í hag og þeim sem stunda bæði veiðar og vinnslu á kostnað annarra. Og Fiskistofa er fjársvelt. Við í Samfylkingunni ætlum að endurskoða lögin um stjórn fiskveiða og lögin um eftirlit og heimildir Fiskistofu, vinna gegn samþjöppun, stuðla að nýliðun í greininni og hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni.

Lesa meira

Um pólitískar ákvarðanir

Um pólitískar ákvarðanir

Eldra fólk er fast inni á Landspítalanum vegna þess að ekki er pláss á hjúkrunarheimilum fyrir þau. Í stað þess að verja ævikvöldinu á öldrunarstofnun eyða um tvö hundruð manns síðustu mánuðunum ævinnar á lyflækningadeildum Landspítalans, þó að meðferð við veikindum sé löngu lokið. Hvernig gat það gerst að rík þjóð sýni eldra fólki slíkt virðingarleysi?  Ástandið er tilkomið vegna pólitískra ákvarðana um byggingu og rekstur hjúkrunarheimila, um aðstoð á heimilum eldra fólks og valkosti í búsetuúrræðum.

Lesa meira

Brýnar aðgerðir blasa við

Brýnar aðgerðir blasa við

Verður notast áfram við gömlu leiðirnar sem hafa nú þegar brugðist bæði almenningi og jörðinni eða velur fólk nýrri og betri leiðir? Við þurfum að byggja upp eftir heimsfaraldur og takast um leið á við loftlagsvá af mannavöldum, breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar og sjálfvirknivæðingu sem hefur áhrif á störf og starfsskilyrði. Með jafnaðarstefnunni náum við þeirri efnahagslegu og samfélagslegu endurnýjun sem við þurfum svo sárlega á að halda.

Lesa meira

Réttlát græn umskipti

Við í Samfylkingunni ætlum að taka forystu og leiða grænu umskiptin í samvinnu við atvinnurekendur, vinnandi fólk og samfélagið allt. Tæknibyltingin opnar á fjölmörg tækifæri. Sama gildir um tæknibyltinguna og græn umskipti að það þarf að koma í veg fyrir að þróunin auki ójöfnuð. Hún þarf þvert á móti að auka jöfnuð. Við jafnaðarmenn óttumst ekki nýja tækni. En við óttumst hinsvegar að hið gamla og úrelta fái að ráða.

Lesa meira

Betra fyrir barnafólk

Betra fyrir barnafólk

Ég hef sem þingmaður lagt fram óteljandi tillögur um betri kjör fyrir barnafólk. Flestar hafa verið felldar. Ég nýtti tækifærið þegar ég var fjármálaráðherra 2012 og sá til þess að barnabætur hækkuðu um 30% á milli ára. Fleiri ungar fjölskyldur fengu þá bætur en nú. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem tóku við, vildu frekar lækka veiðigjöldin en hækka barnabætur að því sem gerist í norrænum velferðarríkjum. Núverandi ríkisstjórn fylgir sömu stefnu.

Lesa meira

Eldhússdagsræða 7. júní 2021

Eldhússdagsræða 7. júní 2021

Kæru landsmenn. Stjórnarflokkarnir samþykktu á síðasta degi maímánaðar fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Sameiginlega stefna VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fyrir næsta kjörtímabil er því komin fram. Við í Samfylkingunni teljum stefnu þeirra í grundvallaratriðum ranga. Þau hyggjast ekki bæta kjör öryrkja eða eldra fólks og ætla ekki að styðja betur við barnafjölskyldur. Þau taka ekki á húsnæðismálunum og sýna lítinn metnað í aðgerðum gegn loftlagsvá af mannavöldum. Þau ætla ekki að taka myndarlega á biðlistum í heilbrigðiskerfinu eða að mæ...

Lesa meira

Næsta kjörtímabil ákveðið?

Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur til breytingar á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2022-2026. Tillögurnar miða allar að því að fjölga störfum, auka græna verðmætasköpun, bæta heilsu og öryggi fólksins í landinu og bæta kjör barnafólks og þeirra hópa sem verst eru settir í samfélaginu með réttlátari tekjuöflun og jöfnuð að leiðarljósi

Lesa meira