Á menntun að vera munaður?
Með breyttri menntastefnu árið 2015 voru fjöldatakmarkanir settar á bóknámsnemendur í framhaldsskólum sem náð hafa 25 ára aldri. Þeim nemendum fækkaði um 40% í kjölfarið. Skilaboðin voru skýr, nemendurnir voru ekki velkomnir í framhaldsskólana. Þeim er vísað á einkaskóla sem reka frumgreinadeildir með tilheyrandi kostnaði. Hár kostnaður verður til þess að færri fara í nám. Frumgreinadeildir eru aðeins á þremur stöðum á landinu, á Bifröst í Borgarfirði, Háskólanum í Reykjavík og Keili á Suðurnesjum. Símenntunarmiðstöðvar bjóða upp á sex til tíu...