Slóð peninganna

Íslendingar eiga heimsmet í að nýta sér erlend skattaskjól samkvæmt Panamaskjölunum. Sú uppljóstrun hefur kallað skömm yfir alla þjóðina. Sama hvað hver segir þá er eitt á hreinu. Skattaskjól eru fyrst og fremst notuð til að fela eignir og komast undan skattgreiðslum. Íslendingar sem nota skattaskjól gera það til að komast hjá því að greiða skatta af tekjum og eignum og vilja láta aðra bera sinn hlut í ríkisrekstrinum, s.s. að halda hér uppi heilbrigðisþjónustu og menntakerfi. Einkenni aflandsfélaga í skattaskjólum eru skattleysi eða lágirskattar, leynd og ógagnsæi.

Afskriftir og aflandsfélög

Meðal eigenda aflandsfélaga eru aðilar sem hafafengið háar fjárhæðir afskrifaðar í kjölfar falls bankanna haustið 2008. Dæmi eru einnig um að kröfur í þrotabú bankanna hafi verið vistaðar í aflandsfélögum. Háar fjárhæðir hafa komið til landsins í gegnum gjaldeyrisútboð Seðlabankans og eigendur fengið þar verulega ábót. Um þau viðskipti ríkir trúnaður sem aðeins opinber rannsókn getur aflétt. Ef þessir hópar yrðu bornir saman, þ.e. þeir sem fengu háar fjárhæðir afskrifaðar hjá bönkunum, kröfur aflandsfélaga í þrotabú bankanna og þátttaka í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans, fengjust svör við því hvort um sömu aðila  að ræða í einhverjum tilvikum.

Réttlæti og niðurstaða

Eðli málsins samkvæmt þá eru allir sem eiga eða hafa átt aflandsfélög í skattaskjólum tortryggðir vegna þess að tilgangurinn er leynd og skjól. Þá getur einnig verið að í einhverjum tilvikum  ekki hægt að skýra eignamyndun aflandsfélaga með heiðarlegum viðskiptum. Svo virðist sem stofnuð hafi verið eignarhaldsfélög hér á landi gagngert til að skuldsetjaþau. Lánsféð hafi síðan verið fært til aflandsfélaga án þess að um nokkur viðskipti hafi í raun verið að ræða og jafnvel reynt að hylja slóðina með flóknum millifærslum. Það er mögulegt að rekja þessi viðskipti með opinberri rannsókn. 

Þessi mál verður að upplýsa. Íslensk þjóð getur ekki unað því að fólk í forréttindaaðstöðu gerist eins konar yfirstétt í landinu á grundvelli auðgunarbrota. Aldrei getur orðið sátt og friður í samfélaginu nemasannleikurinn komi í ljósPanamaskjölin hafa aukið möguleikana á því að upplýsa þessi mál og það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld nýti sér þá möguleika.