Ávinningur af útboði veiðiheimilda

Mikil umræða hefur átt sér stað síðustu vikur um stjórn fiskveiða hér á landi í kjölfar útboðs Færeyinga á aflaheimildum og sölu kvótans frá Þorlákshöfn. Umræðan er einkum um það réttlætismál að fólkið í landinu fái að njóta arðsins sem eign þess skapar og fái fullt verð fyrir veiðileyfin. Verð sem sett yrði til heilbrigðisstofnana  um allt land og til annarrar uppbyggingar. Við Íslendingar erum rík af auðlindum og teljum það eina af okkar mestu blessun.  Mörg lönd í sömu stöðu glíma við bölvun auðlindanna, spillinguna. Hér á landi birtist hún...

Lesa meira

Hvers vegna var kjörtímabilið stytt?

Við leggjum nú af stað inn í síðustu daga þessa kjörtímabils töluvert fyrr en áætlað var. Ástæðan er sú fordæmalausa staða sem upp kom í kjölfar þess að Panamaskjölunum var lekið og í ljós kom að fjöldi Íslendinga, og þar á meðal æðstu embættismenn, höfðu nýtt sér skattaskjól sem notuð eru til að koma peningum undan sameiginlegum sjóðum landsmanna. Það var þjóðinni áfall að forsætisráðherra landsins skyldi vera flæktur í málið, og viðtalið fræga og fréttirnar í kjölfarið voru óbærilega vandræðalegar og þjóðin skammaðist sín fyrir umræður á erle...

Lesa meira

Ríkisstjórn á fyrirvara

Það kom mér á óvart að lesa það í stuttri grein í Fréttablaðinu eftir félags- og húsnæðismálaráðherra að hún hefði samþykkt fimm ára fjármálaáætlun ríkisins með fyrirvara þegar að áætlunin var til afgreiðslu á ríkisstjórnarfundi. Þetta er sannarlega stórfrétt. Fyrirvarinn kom ekki fram þegar að mælt var fyrir áætluninni á Alþingi og ekki heldur við umræður í fjárlaganefnd um málið. Þvert á móti lagði meirihluti fjárlaganefndar til með framsóknarþingmann í forystu, að fjármálaáætlunin yrði samþykkt óbreytt.

Lesa meira

Heilbrigðismál í forgang

Allt er mögulegt í hópíþróttum með góðri liðsheild, undirbúningi og skipulagi eins og nýleg dæmi sanna. Það á líka við í stjórnmálum. Við viljum bæta heilbrigðisþjónustuna og það er hægt ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Verkefnið er flókið en skýr forgangsröðun, samtakamáttur og skipulag mun skila okkur betri stöðu á fáum árum. Fyrst og síðast þurfa stjórnvöld að afla tekna til að setja í heilbrigðisþjónustuna.

Lesa meira

Skattsvik og þrælahald

Fyrirsögnin er ógeðfelld en þetta eru samt orðin sem lýsa best því sem verkalýðsfélög víða um land horfa upp á. Í verktakabransanum eru til fyrirtæki sem vilja hlunnfara erlenda starfsmenn með því að greiða þeim laun sem ná ekki lágmarkslaunum hér á landi.  Í ferðaþjónustunni ríkir eins konar gullgrafaraæði þar sem það sama fyrirfinnst. Reynt er að hafa laun af fólki og svört atvinnustarfsemi viðgengst. Þó flestir fari sem betur fer eftir lögum ber þetta okkur ekki fagurt vitni. Það ætti enginn að hylma yfir með þeim svíkja undan skatti eða haf...

Lesa meira

Tekjur af ferðamönnum

Ferðaþjónustan er á skömmum tíma orðin stærsta atvinnugrein þjóðarinnar. Því fylgja góðar gjaldeyristekjur og atvinnutækifæri en einnig það að fleiri nýta sér þjónustu sem greidd er úr ríkissjóði. Ríkisstjórnin hefur ekki brugðist við auknum kostnaði og er bæði stefnu- og ráðalaus sem bitnar á þjónustu við ferðamenn og íbúa landsins. Ef ekki verður gripið um stjórnartaumana er líklegast að orðspor Íslands sem ferðamannastaðar skaðist og að fjárfestingar sem ráðist hefur verið í beri sig ekki, með slæmum fjárhagslegum afleiðingum.

Lesa meira

Brexit

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi eru stórtíðindi. Hún vekur upp áhyggjur af áhrifum popúlista og rasista í Evrópu og hún gengur þvert á ráðleggingar flestra sérfræðinga, atvinnulífs og forystumanna í breskum stjórnmálum. Breska þjóðin er klofin og mikið verk framundan hjá Bretum að vinna úr stöðunni og sætta fylkingar. Skotland og Norður Írland kusu með áframhaldandi aðild og óljóst hver viðbrögð þeirra verða. En ekki síst verður þörf á að sætta á afstöðu kynslóðanna, unga fólksins og þeirra sem eldri eru. Ungt fólk vildi freka...

Lesa meira

Búvörusamningar – fyrir hvern?

Vegna þeirra búvörusamninga, sem nú eru til umræðu í atvinnuveganefnd Alþingis, verða greiddir beint úr ríkissjóði um 14 milljarðar króna á hverju ári næstu 10 árin. Þegar slík upphæð rennur úr sameiginlegum sjóðum okkar þurfa rökin fyrir því að vera skotheld og almannahagur augljós. Ef ekki, geta alþingismenn ekki samþykkt frumvörpin. Mörg sjónarmið og rök eru fyrir sérstökum stuðningi við landbúnað, bæði hér á landi og í öðrum löndum. Lægra verð á vöru, byggðasjónarmið og matvælaöryggi eru þau algengustu. Samfylkingin vill að stuðningi ríkis...

Lesa meira

Til í slaginn

Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur ákveðið að blása til landsfundar 3.-4. júní, endurnýja forystusveit flokksins og skerpa á stefnumálunum. Samfylkingin mun mæta fersk til leiks að loknum landsfundi. Og það er tilhlökkunarefni fyrir alla þá sem þrá að finna baráttunni fyrir jafnrétti og réttlæti greiðan farveg. Ég vil leiða þá baráttu og vil að velferðarmálin verði þar sett í öndvegi. Augljóst kosningamál jafnaðarmanna verður gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta enda eru gjöldin sem sjúklingar greiða allt of há og of margir draga það...

Lesa meira

Baráttan fyrir réttlæti

Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, ætti að vera stærsti stjórnmálaflokkurinn hér á landi en mælist samkvæmt könnunum undir 10%. Þetta slæma gengi er alvarlegt mál og verður að breytast svo hugsjónir jafnaðarstefnunar geti orðið að veruleika um jafnrétti og jöfnuð. Okkar verkefni eru að styrkja stöðu ungs fólks, barnafjölskyldna, aldraðra, fatlaðra og öryrkja. Ójöfnuð sem birtist í óréttlátri skattastefnu og aukinni gjaldtöku í heilbrigðis- og menntakerfinu þarf að stöðva strax. Til þess þarf samstillt átak jafnaðarmanna og sterka Samf...

Lesa meira