Formannskjör í Samfylkingunni

Hér eru helstu upplýsingar vegna kosningar formanns Samfylkingarinnar:

Allir þeir sem eru skráðir félagar í Samfylkingunni eru á kjörskrá.
Kosning hefst kl. 12 á hádegi þann 28. maí og lýkur kl. 12. á hádegi föstudaginn 3. júní n.k.
Kosningin er með rafrænum hætti og munu nánari upplýsingar birtast hér á síðunni um leið og þær liggja fyrir.