
Ég segi nei!
Það liggur á framkvæmdum og viðhaldi á vegum út um allt land og ég er sammála því að flýta nauðsynlegum framkvæmdum og setja einnig aukið fjármagn til almenningssamgangna. Það getur hins vegar aldrei gengið að segja við fólk á ákveðnum svæðum eins og stjórnarflokkarnir segja við Sunnlendinga þessa dagana: „Ef þið viljið vegabætur og aukið umferðaröryggi þá verið þið að opna veskið og greiða vegaskatta.“ Eða þetta sem stjórnarþingmenn hafa líka sagt: „Ef þið viljið ekki vegaskatta þá þarf að skera niður í heilbrigðiskerfinu fyrir samgöngubótum....