Ölmusa eða sjálfsögð þjónusta

Á dögunum skoraði stjórn Almannavarna á sveitarfélög og þingmenn svæðisins að krefjast þess strax að rekstrargrundvöllur HSS verði styrktur verulega og að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar alla leið að flugstöð. Svo alvarleg er staðan orðin. Oft finnst Suðurnesjamönnum að stjórnvöld komi fram við þá eins og betlara sem biðja um ölmusu þegar þeir kalla eftir sjálfsagðri velferðarþjónustu.

Lesa meira

Samherjaskjölin og spillingin

Samherjaskjölin og spillingin

Við í Samfylkingunni höfum í nær tvo áratugi, eða allt frá stofnun flokksins, lagt fram tillögur um sanngjarnara og gegnsærra kerfi. Það er ákveðin ögurstund og vendipunktur í umræðum um auðlindanýtinguna nú þegar spillingarhættan verður svo sýnileg með Samherjaskjölunum. Nýtum þessar ömurlegu fréttir og uppljóstranir til gagns kæru lesendur.

Lesa meira

Í þjóðarhag - eða sægreifa

Hagkvæmni stærðar útgerðarfyrirtækja sem kaupa og selja óunninn fisk úr landi í stórum stíl og þjóðarhagur fara hér ekki saman. Og því er það þyngra en tárum taki að ráðherrar taki málið ekki alvarlega – ekki ráðherra byggðamála, formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, ekki ráðherra vinnumarkaðsmála, Framsóknarmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, ekki fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, né sjávarútvegsráðherra, Sjálfstæðismaðurinn Kristján Þór Júlíusson. Þetta er óheillaþróun sem veldur atvinnuleysi...

Lesa meira

Loksins, loksins

Samfylkingin gerði það að forgangsmáli sínu að fá ríkisstjórnina til að gera tímasetta áætlun til að bæta stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Ég er fyrsti flutningsmaður málsins en að þessu sinni eru aðrir þingmenn Suðurkjördæmis meðflutningsmenn mínir. Tillagan hefur áður verið lögð fram af þingflokki Samfylkingarinnar en fékk þá ekki brautargengi. Nú fær tillagan forgang eingöngu vegna þess að Samfylkingin valdi málið sem forgangsmál, bæði í haust þegar ég mælti fyrir málinu og kom því til nefndar og nú við frágang þinglokasamninga, þegar S...

Lesa meira

Auðlindirnar okkar

Sæstrengur er ekki í sjónmáli og ekki er heldur verið að leggja drög að lagningu hans eftir að Bretar tóku ákvörðun um Brexit. Kannski kemur hann aldrei. Samt er ljóst af umræðunni um orkupakkann að margir eru uggandi og vilja tryggari umgjörð um auðlindir þjóðarinnar. Og það viljum við í Samfylkingunni líka. Lausnin er auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Ákvæði þar sem áréttað er að enginn geti fengið auðlindirnar eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og aldrei megi selja þær eða veðsetja.

Lesa meira

Grænt og gott

Athuganir sem gerðar hafa verið fyrir Samband garðyrkjubænda sýna að  kolefnis­spor íslensks grænmetis er allt niður í 26% af því sem innflutt grænmeti skilur eftir sig. Að meðaltali er um helmingsmunur á losun, íslenskri framleiðslu í hag. Þetta eitt sýnir að mikill umhverfisávinningur væri af aukinni innlendri framleiðslu á grænmeti. Alla jafna má reikna með að kolefnisspor matvæla úr jurtaríkinu sé mun minna en úr dýraríkinu.

Lesa meira

Ljótur leikur

Fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024 síðastliðinn laugardag. Það er athyglisvert að lesa áætlunina í ljósi stöðunnar á vinnumarkaði og þá sérstaklega með kjör stóru kvennastéttanna hjá ríkinu í huga. Skattabreytingarnar í áætluninni eru þær sömu sem áður voru boðaðar með tæpum 7 þúsund krónum á mánuði til allra, líka þeirra sem eru með milljónir á mánuði. Hefur einhver beðið stjórnvöld um þessa rausn við ríkasta helming landsmanna? Þarna er illa farið með almannafé.

Lesa meira

Sáttmáli okkar við börnin

Eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar er að gera tímasetta og fjármagnaða aðgerðaáætlun til næstu fjögurra ára til að styrkja stöðu barna og ungmenna hér á landi. Þessar aðgerðir byggjast á rétti barna eins og hann er skilgreindur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.  Við viljum bæta líf og líðan allra barna en við gefum líka viðkvæmum hópum sérstakan gaum. Tillögurnar eru mjög yfirgripsmiklar og settar fram í sjö köflum og 49 liðum. Þetta eru aðgerðir til að bæta afkomu barnafjölskyldna,  styðja við uppeldi og efla forvarnir. Þær eru í þágu...

Lesa meira

Heilbrigðisstofnunin okkar

Á fundi með sveitarstjórnarmönnum úti í Garði með þingmönnum kjördæmisins lofuðu stjórnarþingmennirnir öllu fögru. Einn þeirra sagðist ekki ætla að styðja frumvarpið ef ekki fengist fjármagn til að mæta íbúafjölguninni. En loforðin hafa ekki verið efnd og það kom ekki ein króna til viðbótar í tillögum meirihlutans þegar að breytingartillögur voru samþykktar við aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins. Og það er algjörlega óásættanlegt!

Lesa meira

Panamaskjölin - og hvað svo?

Orðstír Íslands beið hnekki í apríl 2016 þegar Panamaskjölin leiddu í ljós notkun fjölda Íslendinga á skattaskjólum og afhjúpuðu eignir þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra í slíkum skatta- og krónuskjólum. Sá sem nýtir sér skattaskjól gerir það í ákveðnum tilgangi. Tilgangurinn er að komast undan því að greiða skatta og komast þannig hjá því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Almenningur mótmælti spillingunni vorið 2016 og krafðist breytinga með fjölmennustu mótmælum í sögu landsins. En til hvers leiddu þessi mótmæl...

Lesa meira