Treysta á hjálparstofnanir

Það sætir furðu að forystumenn ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkarnir vilji ekki lyfta litla fingri til að mæta tekjufalli þeirra heimila sem eiga í mestum vanda í alvarlegri atvinnukreppu. Það litla sem þau gera mismunar fólki, sumir fá meira en aðrir minna. Og þau verst settu fá allra minnst.

Lesa meira

Ábyrga leiðin fyrir Suðurnes

Ábyrga leiðin fjölgar störfum strax, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Nú er lag að ráðast gegn undirmönnun hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, í velferðarþjónustu við íbúa svæðisins, hjá menntastofnunum og síðast en ekki síst hjá lögreglunni. Viðvarandi undirmönnum eða niðurskurður gera ekkert annað en að dýpka og lengja kreppuna.

Lesa meira

Ábyrga leiðin Suðurland

Atvinnuleitendur og fjölskyldur þeirra lenda verst í þeim efnahagserfiðleikum sem nú ganga yfir. Því er nauðsynlegt að hækka grunnatvinnuleysisbætur. Við leggjum til að þær verði 95% af lágmarkstekjutryggingu samkvæmt lífskjarasamningunum. Ef við það væri miðað færu þær í 333 þúsund krónur á mánuði á næsta ári en eru nú rúmar 289 þúsund krónur á mánuði. Við í Samfylkingunni höfum þegar lagt til að það óréttlæti verði leiðrétt að aðeins þeir sem voru á launatengdatímabili atvinnuleysistrygginga 1. september fái framlengingu á því tímabili um þr...

Lesa meira

Starfsmenntun í garðyrkju

Mikil eftirspurn er eftir garðyrkjuafurðum nú þegar og brýn þörf fyrir fólk sem hefur verkþekkingu í ræktun og framleiðslu. Sú þörf mun fara vaxandi ef stjórnvöldum er alvara með loftlagsáætlun sinni. Lykillinn af árangri og því að markmið stjórnvalda náist með aukinni grænmetisframleiðslu og skógrækt er að starfsmenntun á sviði umhverfis og garðyrkju styðji við nýsköpun og vöxt.

Lesa meira

Vandi Suðurnesja

Við vitum ekki hvenær faraldurinn gengur yfir en hitt blasir við hverjum þeim sem vill sjá, að þau sem missa vinnuna og fara á atvinnuleysisbætur verða að fá meiri stuðning frá stjórnvöldum. Ríkisstjórnin vill ekki hækka grunnatvinnuleysisbætur sem eru rétt um 240 þúsund krónur eftir skatt. Fjármálaráðherra segir að ef atvinnuleysisbætur hækki muni atvinnulausum fjölga! Þeim fjölgar nú þegar með ógnarhraða. Þegar störfum fækkar í þúsundatali í heimsfaraldri og stór atvinnugrein á í miklum vanda án þess að ný atvinnutækifæri komi á móti, eru sl...

Lesa meira

Ræða á Alþingi um aðgerðir vegna kórónuveiru

Ræða á Alþingi um aðgerðir vegna kórónuveiru

Hægrimenn segja að ef atvinnuleysisbætur hækki muni atvinnulausum fjölga. Þegar störfum fækkar í þúsundatali í heimsfaraldri og stór atvinnugrein á í miklum vanda án þess að ný atvinnutækifæri komi á móti eru slíkar fullyrðingar augljóslega rangar . Það verða engin ný störf til með því að skapa neyð á heimilum þeirra sem missa vinnu. Fátækt og neyð á heimilum er hins vegar samfélaginu dýr í öllum skilningi.

Lesa meira

Atvinnuleysi og afkoma heimila

Atvinnuleysi og afkoma heimila

Ég mun leggja fram frumvarp í næstu viku um hærri atvinnuleysisbætur og framlengingu á launatengdatímabilinu ef ríkisstjórnin gerir það ekki þegar að þing kemur saman 27. ágúst. Fráleitum málflutningi hægrimanna um að ef bæturnar hækki vilji fleiri draga fram lífið á atvinnuleysisbótum, vísa ég til föðurhúsanna. Eða dettur einhverjum í hug að um 22.000 manns sem nú eru atvinnulaus hér á landi hafi valið sér það hlutskipti? Þvílík fásinna!

Lesa meira

Hækkum atvinnuleysisbætur!

Hækkum atvinnuleysisbætur!

Eigum við að láta þau sem voru svo óheppin að missa vinnuna vegna faraldursins taka allt tjónið á sig? Eiga fjölskyldur þeirra að líða fyrir faraldurinn? Nei auðvitað ekki. Við eigum að dreifa byrðunum.  Þannig samfélagi viljum við búa í.

Lesa meira

Skattaskjól engin fyrirstaða

Á næstu vikum þurfa stjórnvöld að taka ákvarðanir sem varða heilsu fólks en einnig um afkomu fyrirtækja í vanda, afkomu þeirra sem misst hafa vinnuna og menntun barna og ungmenna í landinu. Ákvarðanir sem hafa félagsleg áhrif á stóra hópa en einnig efnahagleg áhrif. Treystir fólk þessari ríkisstjórn til að vinna að almannahag? Það geri ég ekki.

Lesa meira

Hætta á sárafátækt

Hætta á sárafátækt

Aukaverkanir langtímaatvinnuleysis eru vel þekktar og slæmar. Stöðugar fjárhagsáhyggjur og félagsleg einangrun eykur líkur á varanlegri örorku. Vímuefnaneysla, þunglyndi og heimilisofbeldi eru einnig þekktar aukaverkanir. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að bregðast við. Úrræðalaus verður hún að víkja strax!

Lesa meira