Auður, völd og auðlindin
Einn okkar besti rannsóknarblaðamaður Helgi Seljan, vann að fréttaskýringaþætti Kveiks um Samherjaskjölin. Samherji ræðst að starfsheiðri fréttamannsins með áróðri sem fyrirtækið dreifir um netið. Fyrirtækið nýtir mikla fjármuni og sterka stöðu til að sýna okkur hinum að það borgi sig ekki að gagnrýna eigendur þess. Vegna þess að þeir hafa stöðu og efni á að þagga niður í okkur.