Borgað fyrir heilsu

Greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu er samkvæmt lögum ætlað að tryggja að einstaklingar greiði ekki meira en ákveðna hámarksupphæð fyrir þjónustuna og að börn, aldraðir og öryrkjar greiði lægri upphæð en aðrir. Hvorki markmið greiðsluþátttökukerfisins né markmið laganna um að tryggja einstaklingum aðstoð óháð efnahag hafa náðst undanfarin ár þar sem samningar við sérfræðilækna hafa verið lausir í fjögur ár.

Lesa meira

Peningana eða lífið

Í núverandi ástandi er þar með farið á svig við markmið laga um sjúkratryggingar og lög um heilbrigðisþjónustu í landinu auk þess sem greiðsluþátttökukerfið virkar ekki. Í þeim komugjöldum sem sjúklingar þurfa að greiða og koma til viðbótar greiðslna sem reiknast inn í greiðsluþátttökukerfið, er ekki tekið tillit til ólíkrar stöðu þeirra, s.s. barna, öryrkja eða aldraðra.

Lesa meira

Bankasölumálinu er ekki lokið

Bankasölumálinu er ekki lokið

Það var haustið 2012 sem ég sem fjármálaráðherra mælti fyrir lögunum um sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum. Ég lagði á það áherslu við stjórnarþingmenn í þáverandi efnahags- og viðskiptanefnd að lögin yrðu afgreidd úr nefndinni til samþykktar í þingsal. Og það gekk eftir. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Framsókn sat hjá.

Lesa meira

Seðlabanki, sjávarútvegur og sjúkratryggingar

Seðlabanki, sjávarútvegur og sjúkratryggingar

Dagarnir 20. - 24. febrúar.

Lesa meira

Seðlabankinn

Seðlabankinn

Hverju sem öðru líður þarf Alþingi að sjá til þess að lög séu skýr um Seðlabankann og með þeim sé hagur almennings varinn. Og ákvarðanir nefndanna verða að vera vandaðar og kynningar á þeim einnig. Orð seðlabankastjóra vega þungt.

Lesa meira

Neyðarbirgðir á hættustund. Ræða á Alþingi 11. október 2022

Neyðarbirgðir á hættustund. Ræða á Alþingi 11. október 2022

Þetta reddast – má ekki vera efst í huga stjórnvalda þegar kemur að þjóðaröryggi. Þar þurfum við að vera raunsæ og skipulögð, gera okkur grein fyrir því sem við getum gert og hvað er ómögulegt. Til að tryggja öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar sem best verðum við að vinna enn nánar með öðrum þjóðum og auka alþjóðlega samvinnu á öllum sviðum. Samvinnu og samhjálp liggur beinast við að leita til vina og nágranna. Norðurlöndin standa öll betur að vígi ef þau leggja þekkingu sína saman, deila reynslu og viðbúnaði.

Lesa meira

Forréttindi útvalinna

Forréttindi útvalinna

Útboð eru hin almenna regla og viðhöfð þegar ríkið úthlutar réttindum eða verkefnum til fyrirtækja, hvort sem úthluta á takmörkuðum gæðum líkt og losunarheimildum og tíðnisviði eða úthlutun stórframkvæmda og veitingu sérleyfa í samgöngum. Forréttindaúthlutun sem tíðkast í sjávarútvegi gengur gegn stefnu jafnaðarmanna.

Lesa meira

Allir sáttir?

Allir sáttir?

Nei það eru ekki allir sáttir. Við þurfum nýja ríkisstjórn sem tekur á sjávarútvegsmálunum af festu. Við þurfum fullt verð fyrir kvótann, tækifæti til nýliðunar, skilvirkt eftirlit með auðlindinni og jafnræði á milli kvótalausra útgerða, þeirra sem treysta á fiskmarkaði og hinna sem stunda bæði veiðar og vinnslu.

Lesa meira

Ódýr og örugg notkun greiðslukorta

Ódýr og örugg notkun greiðslukorta

Þetta þýðir að íslenskir neytendur eru ekki bara að greiða til íslenskra banka heldur borga þeir einnig til Visa og Mastercard í útlöndum. Hagnaður bankanna af þessu fyrirkomulagi hleypur á milljörðum. Þetta virkar vel bæði fyrir verslanir og banka en er okkur neytendum allt of kostnaðarsamt við óbreyttar aðstæður, því allir milliliðir vilja sitt á öllum stöðum. Við neytendur borgum og getum ekki annað.

Lesa meira

Herinn á Miðnesheiði

Herinn á Miðnesheiði

Við þurfum pólitíska forystu og skýrt umboð til samstarfs innan NATO, ESB og Norðurlanda. Við þurfum að finna leiðir til að auka gagnkvæman skilning og ryðja hindrunum úr vegi. Og síðast en ekki síst þurfum við að efla samstarf um frið, friðsælar lausnir og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn átökum.

Lesa meira