527 milljarðar til 10% Íslendinga

Sam­fylk­ingin kynnti á dög­unum eina snjalla leið til þess að aðstoða þá sem ekki eiga útborgun í íbúð. Hug­myndin er að fjöl­skyldur fái fyr­ir­fram­greiddar vaxta­bæt­ur, en það eru pen­ingur sem leigj­endur fengju hvort sem er að hluta í formi hús­næð­is­bóta og þeir kaup­endur sem rétt eiga á vaxta­bót­um. Þetta er hóf­leg leið sem gagn­ast ekki bara íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins heldur líka sér­stak­lega vel þeim sem búa á lands­byggð­inni. Leiðin felur í sér að fjöl­skyldur sem ekki eiga hús­næði fái allt að þrjá millj­ónir króna til að nýta í útborgun á íbúð.

Bilið breikkar milli þeirra sem eiga og þeirra sem eiga ekki

Mun­ur­inn milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast, ekki bara hér á landi heldur úti um allan heim. Þetta er eitt stærsta við­fangs­efni alþjóð­legu jafn­að­ar­manna­hreyf­ing­ar­innar að finna leið­irnar til að dreifa pen­ing­unum bet­ur. Þeim sam­fé­lögum sem leggja áherslu á jöfnuð farn­ast best, það sýna allar grein­ing­ar, enda eru Norð­ur­löndin efst á lista ríkja sem best er að búa í. Við gleðj­umst yfir góðu gengi í íslensku efna­hags­lífi, en bendum jafn­fram á og mót­mælum því að auð­ur­inn sem skap­ast skipt­ist ekki jafnt á milli hópa í sam­fé­lag­inu. Á hverju ári höfum við beðið stjórn­völd um upp­lýs­ingar um þessa stöðu og svör þeirra fyrir árin 2013 og 2014.

Stöð­ug­leiki heim­il­anna

Ef umfangið á mis­skipt­ing­unni er skoðað kemur í ljós að af hreinni eign, sem orðið hefur til frá árinu 2010, hafa 527 millj­arðar króna runnið til þeirra tíu pró­sent Íslend­inga sem eiga mest, alls 20.251 ein­stak­linga. Það eru 26 millj­ónir á hvern ein­stak­ling. Það þýðir að tæp­lega fjórar af hverjum tíu krónum sem orðið hafa til af nýjum auð á þessum sex árum hafa farið til rík­asta hóps lands­manna. Ég hef sagt að króna í vasa sjúk­lings valdi ekki meira óstöð­ug­leika en króna í vasa útgerð­ar­manns. Þegar jafn­að­ar­menn vilja jafna stöðu fólks og færa pen­inga úr vösum þeirra sem mest eiga til ann­arra, þá er gjarnan við­kvæðið að varð­veita þurfi stöð­ug­leik­ann. En króna í vasa efn­aðs fólks skapar ekki meiri stöð­ug­leika en króna í vasa hinna, s.s. ungs fólk sem vantar heim­ili. Þvert á mót­i.

Margt ungt fólk og leigj­end­ur, sem fá ekki stuðn­ing frá for­eldrum til íbúða­kaupa, ílengj­ast í for­eldra­húsum eða fest­ast á dýrum leigu­mark­aði. Það er okkar skylda að benda á þennan ójöfnuð og leggja til lausn­ir. Við tölum fyrir upp­töku Evr­unnar til að lækka vaxta­stig, við tölum fyrir betri leigu­mark­aði og bygg­ingu 5.000 leigu­í­búða á næstu fjórum árum. Og við leggjum til að ungt fólk og fjöl­skyldur fái for­skot á fast­eigna­mark­aði.

 

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum