Oddný
Ræða á Alþingi um aðgerðir vegna kórónuveiru

Ræða á Alþingi um aðgerðir vegna kórónuveiru

Hægrimenn segja að ef atvinnuleysisbætur hækki muni atvinnulausum fjölga. Þegar störfum fækkar í þúsundatali í heimsfaraldri og stór atvinnugrein á í miklum vanda án þess að ný atvinnutækifæri komi á móti eru slíkar fullyrðingar augljóslega rangar . Það verða engin ný störf til með því að skapa neyð á heimilum þeirra sem missa vinnu. Fátækt og neyð á heimilum er hins vegar samfélaginu dýr í öllum skilningi.

Lesa meira

Atvinnuleysi og afkoma heimila

Atvinnuleysi og afkoma heimila

Ég mun leggja fram frumvarp í næstu viku um hærri atvinnuleysisbætur og framlengingu á launatengdatímabilinu ef ríkisstjórnin gerir það ekki þegar að þing kemur saman 27. ágúst. Fráleitum málflutningi hægrimanna um að ef bæturnar hækki vilji fleiri draga fram lífið á atvinnuleysisbótum, vísa ég til föðurhúsanna. Eða dettur einhverjum í hug að um 22.000 manns sem nú eru atvinnulaus hér á landi hafi valið sér það hlutskipti? Þvílík fásinna!

Lesa meira

Hækkum atvinnuleysisbætur!

Hækkum atvinnuleysisbætur!

Eigum við að láta þau sem voru svo óheppin að missa vinnuna vegna faraldursins taka allt tjónið á sig? Eiga fjölskyldur þeirra að líða fyrir faraldurinn? Nei auðvitað ekki. Við eigum að dreifa byrðunum.  Þannig samfélagi viljum við búa í.

Lesa meira

Ekki traustsins verð

Á næstu vikum þurfa stjórnvöld að taka ákvarðanir sem varða heilsu fólks en einnig um afkomu fyrirtækja í vanda, afkomu þeirra sem misst hafa vinnuna og menntun barna og ungmenna í landinu. Ákvarðanir sem hafa félagsleg áhrif á stóra hópa en einnig efnahagleg áhrif. Treystir fólk þessari ríkisstjórn til að vinna að almannahag? Það geri ég ekki.

Lesa meira

Hætta á sárafátækt

Hætta á sárafátækt

Aukaverkanir langtímaatvinnuleysis eru vel þekktar og slæmar. Stöðugar fjárhagsáhyggjur og félagsleg einangrun eykur líkur á varanlegri örorku. Vímuefnaneysla, þunglyndi og heimilisofbeldi eru einnig þekktar aukaverkanir. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að bregðast við. Úrræðalaus verður hún að víkja strax!

Lesa meira

Ég segi nei!

Ég segi nei!

Það liggur á framkvæmdum og viðhaldi á vegum út um allt land og ég er sammála því að flýta nauðsynlegum framkvæmdum og setja einnig aukið fjármagn til almenningssamgangna. Það getur hins vegar aldrei gengið að segja við fólk á ákveðnum svæðum eins og stjórnarflokkarnir segja við Sunnlendinga þessa dagana: „Ef þið viljið vegabætur og aukið umferðaröryggi þá verið þið að opna veskið og greiða vegaskatta.“ Eða þetta sem stjórnarþingmenn hafa líka sagt: „Ef þið viljið ekki vegaskatta þá þarf að skera niður í heilbrigðiskerfinu fyrir samgöngubótum....

Lesa meira

Fólkið og fiskurinn

Auðlindir þjóðarinnar eiga ekki að vera á höndum fárra. Það gengur gegn almannahagsmunum ef eftirliti með nýtingu auðlindarinnar er ábótavant og enn fremur ef fáum aðilum er gert kleift að fara með stærsta hluta fiskveiðiauðlindarinnar. Mikil efnahagsleg og siðferðileg áhætta er í því fólgin því þar með geta ítök fárra orðið mikil í íslensku þjóðlífi, svo mikil að þeir verða í aðstöðu til að klollvarpa efnahag landsins, byggðaþróun og stýra gjörðum ráðherra.

Lesa meira

Sérhagsmunir - nei takk!

Nú á lokadögum þingsins ætlar ríkisstjórnin að keyra í gegn frumvarp sem mun veikja Samkeppniseftirlitið. Nærtækara væri að styrkja Samkeppniseftirlitið í því efnahagsástandi sem ríkir eftir COVID-19. Auk þess er íslenskt viðskiptalíf lítið og einangrað, í samanburði við alþjóðleg markaðssvæði og gríðarlegt hagsmunamál fyrir neytendur að hér sé heilbrigt samkeppnisumhverfi.

Lesa meira

Eldhússdagsræða 23. júní 2020

Þessir óvenjulegu tímar hafa sent okkur skýr skilaboð. Heilbrigðiskerfið okkar verður að vera fyrir alla, í fremstu röð og standast álag á öllum tímum. Við verðum að renna fleiri stoðum undir atvinnulífið. Og það þarf að jafna leikinn og útrýma fátækt.

Lesa meira

Ný Þjóðhagsstofnun

Við þurfum nýja Þjóðhagsstofnun. Það er brýnt að í landinu sé stofnun sem treysta má með nokkurri vissu að dragi ekki taum ákveðinna hagsmunaafla í þjóðfélaginu heldur hafi þjóðarhagsmuni að leiðarljósi.

Lesa meira