Tekjur af ferðamönnum ?>

Tekjur af ferðamönnum

Ferðaþjónustan er á skömmum tíma orðin stærsta atvinnugrein þjóðarinnar. Því fylgja góðar gjaldeyristekjur og atvinnutækifæri en einnig það að fleiri nýta sér þjónustu sem greidd er úr ríkissjóði. Ríkisstjórnin hefur ekki brugðist við auknum kostnaði og er bæði stefnu- og ráðalaus sem bitnar á þjónustu við ferðamenn og íbúa landsins. Ef ekki verður gripið um stjórnartaumana er líklegast að orðspor Íslands sem ferðamannastaðar skaðist og að fjárfestingar sem ráðist hefur verið í beri sig ekki, með slæmum fjárhagslegum afleiðingum. Við…

Lesa meira Lesa meira

Brexit ?>

Brexit

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi eru stórtíðindi. Hún vekur upp áhyggjur af áhrifum popúlista og rasista í Evrópu og hún gengur þvert á ráðleggingar flestra sérfræðinga, atvinnulífs og forystumanna í breskum stjórnmálum. Breska þjóðin er klofin og mikið verk framundan hjá Bretum að vinna úr stöðunni og sætta fylkingar. Skotland og Norður Írland kusu með áframhaldandi aðild og óljóst hver viðbrögð þeirra verða. En ekki síst verður þörf á að sætta á afstöðu kynslóðanna, unga fólksins og þeirra sem eldri eru….

Lesa meira Lesa meira

Búvörusamningar – fyrir hvern? ?>

Búvörusamningar – fyrir hvern?

Vegna þeirra búvörusamninga, sem nú eru til umræðu í atvinnuveganefnd Alþingis, verða greiddir beint úr ríkissjóði um 14 milljarðar króna á hverju ári næstu 10 árin. Þegar slík upphæð rennur úr sameiginlegum sjóðum okkar þurfa rökin fyrir því að vera skotheld og almannahagur augljós. Ef ekki, geta alþingismenn ekki samþykkt frumvörpin. Mörg sjónarmið og rök eru fyrir sérstökum stuðningi við landbúnað, bæði hér á landi og í öðrum löndum. Lægra verð á vöru, byggðasjónarmið og matvælaöryggi eru þau algengustu. Samfylkingin…

Lesa meira Lesa meira

Til í slaginn ?>

Til í slaginn

Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur ákveðið að blása til landsfundar 3.-4. júní, endurnýja forystusveit flokksins og skerpa á stefnumálunum. Samfylkingin mun mæta fersk til leiks að loknum landsfundi. Og það er tilhlökkunarefni fyrir alla þá sem þrá að finna baráttunni fyrir jafnrétti og réttlæti greiðan farveg. Ég vil leiða þá baráttu og vil að velferðarmálin verði þar sett í öndvegi. Augljóst kosningamál jafnaðarmanna verður gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta enda eru gjöldin sem sjúklingar greiða allt of há og of margir draga það þess…

Lesa meira Lesa meira

Baráttan fyrir réttlæti ?>

Baráttan fyrir réttlæti

Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, ætti að vera stærsti stjórnmálaflokkurinn hér á landi en mælist samkvæmt könnunum undir 10%. Þetta slæma gengi er alvarlegt mál og verður að breytast svo hugsjónir jafnaðarstefnunar geti orðið að veruleika um jafnrétti og jöfnuð. Okkar verkefni eru að styrkja stöðu ungs fólks, barnafjölskyldna, aldraðra, fatlaðra og öryrkja. Ójöfnuð sem birtist í óréttlátri skattastefnu og aukinni gjaldtöku í heilbrigðis- og menntakerfinu þarf að stöðva strax. Til þess þarf samstillt átak jafnaðarmanna og sterka Samfylkingu. Ég vil vinna…

Lesa meira Lesa meira

Á menntun að vera munaður? ?>

Á menntun að vera munaður?

Með breyttri menntastefnu árið 2015 voru fjöldatakmarkanir settar á bóknámsnemendur í framhaldsskólum sem náð hafa 25 ára aldri. Þeim nemendum fækkaði um 40% í kjölfarið. Skilaboðin voru skýr, nemendurnir voru ekki velkomnir í framhaldsskólana. Þeim er vísað á einkaskóla sem reka frumgreinadeildir með tilheyrandi kostnaði. Hár kostnaður verður til þess að færri fara í nám. Frumgreinadeildir eru aðeins á þremur stöðum á landinu, á Bifröst í Borgarfirði, Háskólanum í Reykjavík og Keili á Suðurnesjum. Símenntunarmiðstöðvar bjóða upp á sex til…

Lesa meira Lesa meira

Tekjur af auðlindum í velferð ?>

Tekjur af auðlindum í velferð

Við Íslendingar erum rík af auðlindum en ekki góð í að semja um verð fyrir nýtingu þeirra. Útgerðarfyrirtæki greiða veiðigjald sem er langt undir markaðsverði, ferðamenn fá afslátt af neysluskatti á bæði gistingu og afþreyingu og við gerum ógegnsæja samninga um rafmagnsverð við stóriðjuna. Þessar stóru atvinnugreinar ættu að skila mun meiri tekjum í ríkissjóð en þær gera. Útboð aflaheimilda Til að fá fullt verð fyrir veiðileyfi eigum við að bjóða út aflaheimildir. Opinbert útboð er skilvirkasta leiðin til að…

Lesa meira Lesa meira

Forysta jafnaðarmanna ?>

Forysta jafnaðarmanna

  Það er alvarlegt mál fyrir íslenskt samfélag þegar að Samfylkingin jafnaðarmannaflokkur Íslands, sem ætti að vera stærsti stjórnmálaflokkurinn hér á landi, mælist samkvæmt könnunum undir 10%. Samfylkingin hefur ákveðið að blása til formannskosninga og kosningu í önnur forystuhlutverk í byrjun júní. Þannig verði ný forysta með skýrt umboð til að undirbúa kosningar með samþykktir landsfundar í farteskinu. Ég vil leggja mig alla fram við að bæta íslenskt samfélag. Þess vegna hef ég ákveðið að gefa kost á mér til…

Lesa meira Lesa meira

Slóð peninganna ?>

Slóð peninganna

Íslendingar eiga heimsmet í að nýta sér erlend skattaskjól samkvæmt Panamaskjölunum. Sú uppljóstrun hefur kallað skömm yfir alla þjóðina. Sama hvað hver segir þá er eitt á hreinu. Skattaskjól eru fyrst og fremst notuð til að fela eignir og komast undan skattgreiðslum. Íslendingar sem nota skattaskjól gera það til að komast hjá því að greiða skatta af tekjum og eignum og vilja láta aðra bera sinn hlut í ríkisrekstrinum, s.s. að halda hér uppi heilbrigðisþjónustu og menntakerfi. Einkenni aflandsfélaga í skattaskjólum eru skattleysi eða lágirskattar, leynd og ógagnsæi. Afskriftir og aflandsfélög Meðal eigenda…

Lesa meira Lesa meira

Nokkur ráð við kynbundnum launamun ?>

Nokkur ráð við kynbundnum launamun

Kynbundinn launamunur hér á landi mælist nú rúmlega 20%. Það er munurinn á raunverulegum tekjum karla og kvenna. Þegar búið er að taka tillit til ýmissa  þátta, s.s. vinnutíma, starfsaldurs og menntunar, þá er launamunurinn um 7%. Sú tala segir okkur þó ekki hvað ratar í veski kvenna miðað við karla og þess vegna er mikilvægara að horfa á mun á heildartekjum. Þar munar ríflega fimmtungi! Skert kjör frá vöggu til grafar Kynbundinn launamunur hefur ekki aðeins áhrif á laun…

Lesa meira Lesa meira