Sarpur
Mánuður: Maí 2016

Gunnar Tryggvason:

Gunnar Tryggvason:

„Flest þekkjum við Oddnýju sem heiðarlegan og málefnalegan stjórnmálamann sem lætur hjartað ráða för. En samstarf mitt við hana færði mig einnig í sanninn um að hún er líka gallhörð og óhrædd við að taka erfiðar ákvarðanir að vandlega athuguðu máli og fylgja þeim eftir. Það er eiginleiki sem skortur er á í íslenskri pólitík – Því styð ég Oddnýju sem næsta formann Samfylkingarinnar.“

Bryndís Sigurðardóttir

Bryndís Sigurðardóttir

,,Oddný er klár, hún er jafnaðarmanneskja í húð og hár og ég treysti henni til að taka góðar ákvarðanir. Hún er ekki freki kallinn, en það er hann sem við þurfum að útrýma úr stjórnmálum. Við þurfum skynsama og heiðarlega stjórnmálamenn og þar fer Oddný fremst meðal jafningja.“

Svavar Knútur:

Svavar Knútur:

,,Oddný hefur alltaf komið fram af heilindum og sýnt vönduð vinnubrögð í starfi sínu. Hún hefur sýnt sanngirni, æðruleysi og öfgaleysi í umræðunni og mér finnst hún kjörin til að skapa jákvæðari og uppbyggilegri sýn á framtíð okkar samfélags.“

Margrét S. Björnsdóttir:

Margrét S. Björnsdóttir:

,,Samfylkingin er í vanda, en vissulega ekki þegar kemur að formannsframbjóðendum sem öll eru afbragðsfólk. Ég vel að styðja Oddnýju Harðardóttur sem einstaklega málefnalegan, vandaðan og traustvekjandi stjórnmálamann, með staðfastan skilning á meginerindi okkar jafnaðarmanna.
Ég treysti henni til að skapa þá samstöðu og samhug sem okkur íslenskum jafnaðarmönnum er svo brýnn í því uppbyggingarstarfi sem framundan er.“
Hilmar Kristinsson:

Hilmar Kristinsson:

,,Samfylkingin þarf formann sem er sannur málsvari jafnaðarstefnunnar í velferðar- og menntamálum en hefur jafnframt trúverðuleika þegar kemur að efnahagsmálum. Oddný hefur allt þetta til að bera.“

Sigríður Huld Jónsdóttir:

Sigríður Huld Jónsdóttir:

,,Ég styð Oddnýju til formanns Samfylkingarinnar. Hún er fylgin sér, hefur mikla reynslu af stjórnmálum hvort sem er á Alþingi eða í sveitarstjórnarmálum, í skólamálum eða í opinberum rekstri. Jafnframt er hún mikil fjölskyldukona, hjartahlý og heil í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er fyrirmynd fyrir okkur öll og er klárlega með jafnaðarstefnuna á hreinu. Takk Oddný fyrir að bjóða þig fram sem formann Samfylkingarinnar.“

Jónína Leósdóttir:

Jónína Leósdóttir:

,,Ég kýs Oddnýju. Hún er skynsöm, greind og yfirveguð. Ég er sannfærð um að það verður mikið gæfuspor fyrir Samfylkinguna ef hún nær kjöri sem næsti formaður flokksins.“