Sarpur
Mánuður: apríl 2016

Stokka þarf upp fjármálakerfið

Stokka þarf upp fjármálakerfið

Það þarf að stokka upp fjármála- og bankakerfið til að það þjóni almenningi en ekki aðallega fjármálaelítunni. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi sem Samfylkingin stóð fyrir á Grand Hóteli sunnudaginn 24. apríl sl.  Ekki síst í ljósi upplýsinganna úr Panamaskjölunum svokölluðu er þetta verkefni enn brýnna en áður, eða kannski frekar augljósara öllum.

Ræðumenn og gestir Samfylkingarinnar voru John Kay, einn þekktasti hagfræðingur Breta, prófessor við London School of Economics og fastur dálkahöfundur stórblaðsins The Financial Times. „Hann hefur skrifað margar bækur um þróun fjármálakerfinsins og sú nýjasta, sem nefnist „Other peoples money“ hefur vakið mikla athygli. Í henni teiknar hann upp hvernig fjármálakerfið myndi líta út ef hlutverk þess væri að þjóna atvinnulífinu og samfélaginu í stað þess að þjóna einkahagsmunum toppanna í bönkunum“ segir í kynningu á honum á síðu flokksins.

Sergei Stanishev, leiðtogi evrópska jafnaðarmanna (PES) og fyrrverandi forsætisráðherra Búlgaríu, flutti ræðu sem hann kallaði „Skattaskjól eru birtingarmynd glæpsamlegrar hegðunar hinna ríku“.

Húsfyllir var á fundinum og tíðindamaður síðunnar ræddi við Oddnýju Harðardóttur að loknum fundinum.

 

 

 

 

Bann við skattaskjólum

Bann við skattaskjólum

Sergei Stanishev fyrrum forsætisráðherra Búlgaríu fer fyrir flokki jafnaðarmanna á Evrópuþinginu. Hann ræddi skattaskjólin á mjög góðum og vel sóttum fundi Samfylkingarinnar sem haldinn var á Grand Hóteli í dag, 24. apríl 2016. Sergei  minnti á að jafnaðarmenn hafi ætíð barist gegn skattaundanskotum hvers konar. Afhjúpanir með Panamskjölunum um þá sem hafa nýtt sér skattaskjól hafi snortið hug og hjörtu almennings víða um heim. Þau hafa vakið upp reiði og fólk getur ekki sætt sig við óréttlætið. Óréttlætið sem fylgir því að ríka fólkið sem nýtir sér skattakjól skuli vera til í að almenningur beri þeirra hlut með skattgreiðslum. Ríkisstjórnir hafa skorið niður í velferðarkerfum eftir hrun og bent á að ekki séu til nægir peningar í ríkiskössunum og því þurfi að skerða þjónustu við þá sem þurfa á henni að halda. Á meðan eru milljarðar í skattaskjólum sem ríka fólkið felur svo það þurfi ekki að greiða sinn hlut til samfélagsins, til heilbrigðisþjónustu, í vegi, löggæslu eða þrónunarhjálp.

Átök og réttlæti
Jafnaðarmenn um allan heim verða að stíga fram og berjast fyrir banni á skattaskjólum og viðurlögum ef bannið er ekki virt. Kallað er eftir gildum jafnaðarmanna um réttlæti, samstöðu og lýðræði og fólki sem ræður við að berjast gegn spillingu.

Pólistísk átök munu fylgja því að uppræta skattaskjól því hagsmunir þeirra ríku eru miklir og þau munu standa saman og segja að það hafi ekkert upp á sig að banna skjólin. Þessa röksemd höfum við reyndar heyrt hér á landi frá sjálfum fjármálaráðherranum sem nýtt hefur sér skattakjól en vill ekki segja af sér. Afsögn hefði verið óhjákvæmileg alls staðar annars staðar í Vestur Evrópu. En ekki á Íslandi og það er áhyggjuefni því það segir til um siðgæði og kröfur til stjórnmálamanna.